RARIK - Ársuppgjör 2006


Um mánaðarmótin júlí - ágúst 2006 var gerð formbreyting á  Rafmagnsveitum ríkisins.  RARIK ohf yfirtók allar eignir og skuldbindingar þeirra þann 1. ágúst 2006.  Fyrsta rekstrarár RARIK ohf er því fimm mánuðir, frá 1. ágúst til 31. desember.


Ársuppgjör 2006

			Rafmagnsveitur ríkisins
		RARIK ohf	og RARIK ohf samtals:

		2006	2006		
		ág-des	jan-des		
Lykiltölur úr rekstri (mkr.)					
Rekstrartekjur:		2.838 	6.673 		
Rekstrargjöld:		-3.007 	-6.070 		
Rekstrarhagnaður/tap fyrir afskriftir:		-169 	603 		
Afskriftir:		-346 	-901 		
Rekstrarhagnaður/tap án fjármagnsgjalda:	-515 	-298 		
Hreinar fjármunatekjur/ (fjármagnsgjöld): 	-10 	-510 		
Hagnaður/tap fyrir skatta:		-525 	-808 		
Tekjuskattur		144 	1.595 		
Hagnaður/tap tímabilsins:		-381 	787 		
					
		2006			
		31.des			
Lykiltölur úr efnahagsreikn. (mkr.)					
					
Eigið fé:		14.184 			
Niðurstaða efnahagsreiknings:		23.039 			
					
		2006			
		ág-des			
					
Helstu kennitölur:					
Veltufé frá rekstri (mkr):		-125 			
Handbært fé frá rekstri (mkr.):		954 			
					
Veltufjárhlutfall:		0,42 			
Eiginfjárhlutfall:		0,62 			
					
Fjöldi starfsmanna í lok tímabilsins var:		215 			
					
					
Þróun eigin fjár Rafmagnsveitna ríkisins og RARIK ohf 2002-2006
					
					
	2002	2003	2004	2005	2006
					
Eigið fé (mkr.)	10.860 	10.527 	10.782 	13.174 	14.184 


Reikningsskilaaðferðir:
Fyrsti ársreikningur RARIK ohf, sem gildir fyrir tímabilið 1. ágúst til 31. desember 2006,  er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga. Hann byggir á kostnaðarverðsreikningsskilum.

Afkoma:
Rekstrartekjur RARIK ohf. frá 1. ágúst til ársloka 2006 námu 2.838 milljónum kr. Rekstrartekjur Rafmagnsveitna ríkisins á tímabilinu 1. janúar til 31. júlí 2006 námu 3.835 milljónum kr. Til samanburðar námu rekstrartekjur Rafmagnsveitna ríkisins 7.511 milljónum á árinu 2005.

Tap RARIK ohf. á tímabilinu nam 381 milljónum kr. Þar af var gjaldfærð lífeyrisskuldbinding vegna breytinga á forsendum uppgjörs við Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna 525,2 milljónir. Hagnaður Rafmagnsveitna ríkisins á tímabilinu 1. janúar til 31. júlí nam 1.168 milljónum kr. 

Samkvæmt efnahagsreikningi 31. desember 2006 námu heildareignir  23.039 milljónum kr.  Heildarskuldir voru 8.855 milljónir og eigið fé 14.184  milljónir. 
Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins er 62 %  í árslok 2006.

Dótturfélög:
RARIK ohf. á stóran hlut í tveimur hlutafélögum, sem stundað hafa undirbúning virkjanaframkvæmda undanfarin sjö ár.

Eignarhlutur í Héraðsvötnum ehf er 50% (30 milljónir), en Norðlensk orka ehf á 50%.  Endurskoðunarskrifstofa KPMG er endurskoðandi Héraðsvatna ehf.

Eignarhlutur í Sunnlenskri orku er 90% (72 milljónir), en Eignarhaldsfélag Hveragerðis og Ölfuss á 10%.  Endurskoðunarskrifstofa Deloitte&Touche er endurskoðandi Sunnlenskrar orku ehf.

Eignarhlutur í öðrum félögum:
Eignarhlutur RARIK í öðrum félögum er samtals rúmar 1.362 milljónir kr.  Þar af er hlutur í Landsneti hf  kr 1.329 milljónir sem er 24,15% eignarhlutur

Horfur:
Orkusala RARIK hefur nú á árinu 2007 verið sett inn í sérstakt dótturfélag, Orkusöluna ehf.  Jafnframt voru 5 af  virkjunum RARIK lagðar þangað inn og er Orkusalan ehf. nú í 99,5 % eigu RARIK.  Hlutafé í Orkusölunni er 1.219,3 millj. kr.  Gert er ráð fyrir því að stækkun Lagarfossvirkjunar  sem nú er í byggingu hjá RARIK ohf. verði seld Orkusölunni ehf. síðar á árinu. Samkvæmt áætlunum Orkusölunnar ehf. verður afkoma hennar neikvæð á fyrsta ári.  Horfur á afkomu RARIK ohf. eru góðar og gert ráð fyrir að hagnaður verði af starfseminni.


Attachments

RARIK - 12 2006.pdf