NovaCast Technologies skráð í Nordic Exchange


Í dag var NovaCast Technologies, lítið félag í iðnaðargeiranum, skráð í
Kauphöllina í Stokkhólmi. NovaCast Technologies er sextánda1 félagið sem er
skráð í Nordic Exchange á þessu ári. 

NovaCast Technologies AB þróar og markaðssetur vörur og hugbúnað fyrir ferli
hjá framleiðendum bílaiðnaðarins og undirverktökum þeirra, einkum
málmsteypusmiðjum og tækjaframleiðendum. Félagið var stofnað árið 1981 og er
staðsett í Soft Center í Rönneby í Suður-Svíþjóð. 

„Það er afar ánægjulegt að bjóða NovaCast velkomið í Nordic Exchange. Með
skráningu félagsins aukast möguleikar fjárfesta til að fjárfesta í
iðnaðargeiranum umtalsvert,“ segir Jenny Rosberg, forstjóri OMX Company
Services. 
 
Myndir munu verða aðgengilegar á slóðinni:
www.omxgroup.com/nordicexchange/marketnews/corporateactions/listings. 

Viðskiptalota hlutabréfa NovaCast Technologies, sem hefur auðkennið NCAS B, er
200. NovaCast Technologies flokkast sem lítið félag í iðnaðargeiranum. 


Nánari upplýsingar veitir:

Anders Rubensson, OMX Nordic Exchange		+46 (0)8 405 63 03


UM OMX | OMX er leiðandi aðili í kauphallarviðskiptum. OMX Nordic Exchange
veitir aðgang að u.þ.b. 80% af verðbréfamarkaði Norðurlandanna og
Eystrasaltsríkjanna. Nordic Exchange er ekki lögaðili heldur er um að ræða
hugtak sem notað er í markaðslegum tilgangi. Hugtakið lýsir sameiginlegri
þjónustu kauphallanna í Helsinki, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi, Kauphallar
Íslands og kauphallanna í Tallinn, Ríga og Vilníus. Samþætt
upplýsingatæknikerfi OMX á öllu ferli viðskipta stuðla að skilvirkum
verðbréfaviðskiptum í yfir 60 kauphöllum í rúmlega 50 löndum. OMX er í
fjármálageira og er flokkað með stórum félögum í OMX Nordic Exchange (e. Nordic
Large Cap). Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni www.omxgroup.com.

Attachments

20070411_novacasttech_isl.pdf