Ársuppgjör 2006


Ársreikningur Fjarðabyggðar 2006 - tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn 

- Mun betra uppgjör en áætlað var -

Fimmtudaginn 12. apríl 2007 var ársreikningur Fjarðabyggðar 2006 tekinn til
fyrri umræðu bæjarstjórnar en eins og sveitarstjórnarlög kveða á um skal fjalla
um ársreikninginn á tveimur fundum í bæjarstjórn. Seinni umræða um ársreikning
Fjarðabyggðar 2006 fer fram 26.apríl n.k. 

Þann 1.júlí 2006 sameinuðust sveitarfélögin Austurbyggð, Fáskrúðsfjarðahreppur,
Fjarðabyggð og Mjóafjarðahreppur undir nafninu Fjarðabyggð. Ársreikningurinn
samanstendur af samkeyrðum rekstri hinna fjögurra sveitarfélaga fyrir tímabilið
1.janúar til 30. júní og sameinaðs sveitarfélags fyrir tímabilið 1.júlí til
31.desember 2006. Samanburðarfjárhæðir fyrir árið 2005 eru samanlagðar
fjárhæðir úr ársreikningum sveitarfélaganna fjögurra. 

Rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var jákvæð sem nam 936,7
millj.kr. í samsstæðuársreikningi, A og B hluta. Þar af var rekstarniðurstaða A
hluta jákvæð um 744,5 millj.kr. Að teknu tilliti til fjármagnsgjalda var
rekstur samstæðu jákvæður sem nam 313,7 millj.kr. og A hluta 463,0 millj.kr.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2006 hafði gert ráð fyrir 238,7 millj.kr.
rekstrarafgangi samstæðu og 295,3 millj. kr. í A hluta. Því er ljóst að mikill
bati er í afkomu sveitarfélagsins á milli ára þar sem rekstrarniðurstaða
samstæðunnar árið 2005 var neikvæð um 10,4 millj.kr. og í A hluta 39,2 millj.
kr. 

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2006 námu 3.791,7 millj. kr. samstæðu,
en þar af námu rekstrartekjur A hluta 3.036,5 millj. kr. Rekstrargjöld í
samstæðu námu 2.885,0 millj. kr. og þar af rekstrargjöld A hluta 2.292,0 millj.
kr. Veltufé frá rekstri samstæðu nam 1.064,4 millj. kr. og handbært fé frá
rekstri nam 972,0 millj. kr. Á árinu 2005 var handbært fé frá rekstri jákvætt
um 180,9 millj.kr. og aukningin því á milli ára umtalsverð. Veltufjárhlutfall í
lok árs 2006 var 1,55 í A hluta og 1,19 í samstæðu. 

Áætlanir sveitarfélagsins höfðu eins og áður sagði gert ráð fyrir verri
rekstrarafkomu en aukning í útsvarstekjum og framlögum Jöfnunarsjóðs gerði það
að verkum að tekjur samstæðu voru 323,6 millj.kr. yfir fjárhagsáætlun en þar af
námu tekjur A hluta 297,3 millj. kr. Almennur rekstrarkostnaður í A-hluta var
14,1 millj. kr. lægri en ráð var fyrir gert en laun og launatengd voru 59,7
millj.kr. hærri. Ástæðuna fyrir auknum launakostnaði má rekja til stækkandi
rekstrareininga og aukinna umsvifa hjá sveitarfélaginu. Þá hækkaði
lífeyrisskuldbinding um 108,0 millj.kr. milli ára. Fjármagnskostnaður var 631,1
millj.kr. en þar af námu verðbætur og gengistap 459,7 millj.kr. Gengisfall
íslensku krónunnar var 23% á árinu og hækkuðu erlend lán um 184,3 millj.kr.
Vaxtamunur var að sama skapi mikill og er áætlað að vaxtahagræði af erlendu
lánasafni Fjarðabyggðar hafi verið 97 millj.kr. sem vóg á móti gengistapi. 

Fjárfestingar samstæðu nettó í varanlegum rekstrarfjármunum námu 1.324,8
millj.kr. Eignir sveitarfélagsins eru í lok árs 2006 7.891,3 millj.kr. þar af
6.820,7 millj.kr. í fastafjármunum. Langtímaskuldir við lánastofnanir eru
5.187,3 millj.kr. og skammtímaskuldir 40,1 millj.kr. Eigið fé samstæðu í árslok
nam 888,7 millj.kr. þar af 805,8 millj.kr. í A hluta. Handbært fé í árslok 2006
nam 251,4 millj. kr. 

Nánari upplýsingar um ársreikning Fjarðabyggðar 2006 veitir Páll Bj.
Guðmundsson fjármálastjóri í síma 470-9000.

Attachments

arsreikningur fjararbyggar 2006 - samantekt.pdf arsreikningur fjarabyggar 2006.pdf