- Breytingar í framkvæmdastjórn


Ágúst Helgi Leósson lætur af starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs og hverfur
til nýrra starfa.  Ágústi eru þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins og
jafnframt óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. 

Sigríður Hrólfsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjárfestinga- og
fjárstýringarsviðs TM.  Sigríður mun jafnframt gegna starfi framkvæmdastjóra
fjármálasviðs félagsins. 
Sigríður starfaði sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Hf. Eimskipafélagi
Íslands árin 2000-2004 og sem forstöðumaður fjárstýringar hjá Eimskip árin
1998-2000.  Frá 1994 til 1998 starfaði Sigríður hjá Íslandsbanka við
fjárstýringu, áhættustýringu og gjaldeyrisviðskipti.  Sigríður er
viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA próf frá University of
California í Berekeley.  Sigríður mun hefja störf 10. maí nk. 

Ragnheiður Agnarsdóttir tekur við starfi framkvæmdastjóra vátrygginga- og
fjármálasviðs hjá TM í stað Péturs Péturssonar, en Ragnheiður hefur síðastliðið
ár starfað sem forstöðumaður einstaklingsviðskipta hjá félaginu.  Á árunum
2001-2005 starfaði hún sem stjórnunarráðgjafi hjá ParX Viðskiptaráðgjöf IBM og
forverum þess IBM BCS og PicewaterhouseCoopers.  Ragnheiður er með BA próf í
sálfræði frá Háskóla Íslands og vinnur að meistaraverkefni sínu við í
mannauðsstjórnun við Viðskipta- og hagfræðideild sama skóla. 

Framkvæmdastjórn TM skipa nú auk Óskars Magnússonar forstjóra: 
Guðmundur Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar, 
Hjálmar Sigurþórsson framkvæmdastjóri tjónaþjónustu, 
Óskar B. Hauksson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, 
Ragnheiður Agnarsdóttir framkvæmdastjóri vátrygginga- og fjármálaþjónustu og 
Sigríður Hrólfsdóttir framkvæmdastjóri fjárfestinga- og fjárstýringarsviðs og
fjármálasviðs.