- Ársuppgjör 2006


Ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2006 var tekinn til fyrri umræðu í
Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. apríl. 

Helstu niðurstöður ársreiknings Kópavogsbæjar eru eftirfarandi: 

Sjá viðhengi.



Helstu frávik rekstrar A og B hluta

Rekstrarniðurstaða samantekins ársreiknings A- og B- hluta varð 1.914 m.kr.
betri en samkvæmt endurskoðaðri fjárhagsáætlun. Stærstu frávikin sem urðu á
rekstri greinast þannig:  Hagnaður af sölu byggingarréttar varð 2.212 m.kr.
hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Sömuleiðis urðu skatttekjur 130 m.kr. hærri en
samkvæmt áætlun. Hins vegar varð hækkun lífeyrisskuldbindingar 180 m.kr. meiri
en áætlun gerði ráð fyrir og fjármagnsliðir fóru 169,7 m.kr. fram úr áætlun. Þá
urðu ýmsir aðrir liðir 78,4 m.kr. óhagstæðari en samkvæmt áætlun. 


Helstu frávik fjárfestinga A og B hluta

Heildarfjárfestingar A- og B hluta (brúttó) urðu 6.829 m.kr. á árinu 2006 eða
154 m.kr. minni en áætlað hafði verið.  Þar munar mestu um að
framkvæmdakostnaður vegna nýframkvæmda gatna varð 318 m.kr. minni en áætlun
lagði upp með. Á móti kemur að kostnaður við nýbyggingar varð 199 m.kr. meiri
en samkvæmt áætlun. 

Efnahagur A og B hluta

Heildarskuldir samantekins ársreiknings A og B hluta a.t.t.t.
lífeyrisskuldbindingar hækkuðu milli ára úr 12.353 m.kr. í árslok 2005 í 14.563
 m.kr. í árslok 2006 eða 2.210 m.kr. Hækkunin skýrist einkum af áföllnum
verðbótum og gengistapi langtímalána  og  hækkun á útistandandi kröfum. 

Framtíðarhorfur

Frá árslokum 1994 til ársloka 2006 fjölgaði íbúum Kópavogs um 58% á meðan
landsmönnum fjölgaði um rúm 15%. Þannig voru Kópavogsbúar 17.431 í árslok 1994
en 27.536 í lok síðastliðins árs. Áætlanir gera ráð fyrir að íbúum muni fjölga
verulega áfram á næstu árum. 

Kópavogsbær hefur í meira en áratug staðið fyrir tiltölulega miklu framboði af
byggingarlóðum í bænum.  Það skýrir hraðan vöxt bæjarins, hátt framkvæmdastig
og auknar tekjur. Bærinn hefur á sama tíma staðið í ýmsum mikilvægum
framkvæmdum umfram það sem fylgir byggingu nýrra hverfa.  Þannig hefur
Kópavogsbær lagt verulegt fé til endurbyggingar gamalla gatna, endurnýjunar
lagnakerfis, nýs fráveitukerfis og í ýmis önnur mannvirki. Þar sem bærinn er í
örum vexti hefur fjárfesting í þjónustumannvirkjum mætt forgangi frá 1990 og
líklegt er að svo verði áfram. 

Samkvæmt fjárhagsáætlunum bæjarins fyrir árin 2008 - 2010 er gert ráð fyrir
lækkun heildarskulda á næstu árum og verulegri hækkun eigin fjár. Þá er búist
við að fjölgun íbúa muni skila bænum tekjuaukningu umfram verðlagsbreytingar.

Attachments

kopavogsbr.doc