- Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans árið 2006.


Fyrri umræða um ársreikning Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans vegna ársins
2006 var  17. apríl  og sú síðari 24. apríl 2007. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum
nr. 45/1998, með síðari breytingum, skal ársreikningurinn afgreiddur við tvær
umræður í bæjarstjórn og skal fullnaðarafgreiðslu vera lokið fyrir 1. júní ár
hvert. 

Löggiltir endurskoðendur Vestmannaeyjabæjar og skoðunarmenn hafa  áritað
reikninginn án fyrirvara og skýrsla skoðunarmanna liggur fyrir. 

Ársreikningurinn er gerður í samræmi við reglugerð nr. 944/2000 um bókhald og
ársreikninga sveitarfélaga. 

Samstæða:
Sýnir allar rekstrareiningar Vestmannaeyjabæjar en þær flokkast í A-hluta og
B-hluta. 

A-hluti:
Sýnir Aðalsjóð, Eignarsjóð, Þjónustumiðstöð, Grjótnám og Malbikunarstöð. 
Þessar rekstrareiningar eru fjármagnaðar að öllu eða mestu leyti með
skatttekjum. 

B-hluti:
Sýnir Fráveitu, Hafnarsjóð, Félagslegar íbúðir, Sorpeyðingarstöð,
Líkamsræktarsal,  Náttúrustofu Suðurlands og  Dvalarheimilið Hraunbúðir. 
 
Þessar rekstrareiningar eru reknar sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar og eru
fjármagnaðar að mestu leyti með þjónustutekjum. 

Samstæða: Rekstur:
Helstu niðurstöður úr rekstrarreikningi samstæðu árið 2006 eru sem hér segir í
þús. kr.: 

Sjá viðhengi.

Rekstrarafkoman batnar verulega á árinu 2006 miðað við árið áður. Þannig batnar
rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði um 226 m. kr. og rekstrarniðurstaða
batnar um 119 m. kr. Þó er ljóst að rekstur málaflokka tekur ennþá til sín of
stóran hluta sameiginlegra tekna. Þeirri þróun er verið að snúa við með
markvissum aðgerðum og hafa verið gerðar ýmsar samþykktir í bæjarstjórn
Vestmannaeyja, sem munu leiða til sparnaðar, en sá sparnaður mun skila sér hægt
og sígandi á næstu árum. 
  
Einnig er sífellt leitað leiða til hagræðingar á lánum og þar með til lækkunar
á vaxtakostnaði. 

Rekstur ársins 2006 einkennist af verulegri tekjuaukningu og aðhaldi í
rekstrarkostnaði. Í A-hluta aukast útsvarstekjur um 117 m. kr. milli ára,
framlag Jöfnunarsjóðs um 92,8 m. kr. og aðrar tekjur um 58,2 m. kr. Tekjur
B-hluta aukast um 78,2 m. kr. milli ára. 

Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði aukast um 78,6 m. kr. milli ára í A-hluta og
um 33,8 m. kr. í B-hluta. Þannig aukast tekjur Samstæðu um 346 m. kr. á meðan
gjöld fyrir afskriftir og fjármagnsliði aukast um 112 m. kr. 

Fjármagnsliðir eru neikvæðir sem nemur 262 m. kr. og eykst hallinn um 107 m.
kr. milli ára. Skýrist það einkum af reiknuðum verðbótum og gengismun sem eykst
um 120 m. kr. milli ára. 

Laun vega þyngst í rekstri bæjarfélagsins og eru rúm 57% (rúm 62% árið 2005) í
hlutfalli af rekstrartekjum hjá Aðalsjóði en um tæp 53% (57% árið 2005) hjá
Samstæðu. Þetta er nokkur lækkun milli ára en stefnt er að því að koma þessu
hlutfalli enn neðar. 

Rekstur málaflokka í A-hluta stóðst sæmilega miðað við fjárhagsáætlun.  Tekjur
urðu 195 m. kr. yfir áætlun og útgjöld, án lífeyrisskuldbindinga, afskrifta og
fjármagnsliða, urðu 255 m. kr. yfir áætlun. 
  
Í B-hlutanum urðu tekjur 142 m. kr. umfram áætlun en almenn rekstrargjöld 123
m. kr. umfram áætlun. Í heild varð rekstur Samstæðu 117 m. kr. umfram áætlun
sem skýrist að mestu leyti af reiknuðum liðum, s.s. breytingu
lífeyrisskuldbindinga, afskriftum og verðbótum. 

Samstæða: Efnahagur:
Helstu niðurstöður úr efnahagsreikningi samstæðu árið 2006 eru sem hér segir í
þús. kr.: 

Sjá viðhengi.

Samanburður við efnahagsreikning 2005 sýnir lækkun eigna sem nemur 173,4 m. kr.
, eigið fé lækkar um 304  m. kr. og skuldir og skuldbindingar aukast um 130,7
m. kr. 

Samstæða: Sjóðstreymi:
Sjóðstreymi sýnir að veltufé frá rekstri var jákvætt sem nam 186,7 m. kr. á
móti jákvæðu veltufé sem nam 21 m. kr. árið 2005. Handbært fé frá rekstri var
jákvætt sem nam 192,8 m. kr. á móti neikvæðri stöðu sem nam 4,2 m. kr. árið
2005. 

Nýjar fjárfestingar námu 45 m. kr. en sala rekstrarfjármuna nam 83 m. kr. 

Fjármögnunarhreyfingar voru neikvæðar nettó 174,6 m. kr. og handbært fé í lok
árs var 120,1 m. kr. á móti 104,9 m. kr. árið 2005.

Attachments

v6.doc