- Tilkynning um lán gegn veði og innstæðubréf


Í samræmi við 3. gr. reglna um viðskipti lánastofnana við Seðlabanka Íslands
frá 10. desember 2004, þriðjudaginn 8. maí 2007,  kl. 11 f.h. 

Seðlabankinn býðst til að taka að veði bréf sam¬kvæmt tilboðum innlánsstofnana
á fastri ávöxtunarkröfu, 14,25%. 

Beiðni þarf að berast alþjóða- og markaðssviði Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi
1, Reykjavík, fyrir kl. 11:00 þriðjudaginn 8. maí 2007. Hægt er að senda inn
tilboð með sím¬bréfi á nr. 569 9604, ef það er staðfest fyrirfram með símtali
við alþjóða- og markaðssvið Seðla¬bankans (s. 569 9670/71). 

Um framkvæmd og frágang viðskipta vísast að öðru leyti til liða 3. gr. í
framangreindum reglum. Heildarfjárhæð lána verður tilkynnt kl. 13:00
þriðjudaginn 8. maí 2007. 

Seðlabanki Íslands efnir einnig til uppboðs á 7 daga innstæðubréfum
þriðjudaginn 8. maí 2007 kl. 14:30 e.h. Hægt er að senda inn tilboð með
símbréfi á nr. 569-9604, ef það er staðfest fyrirfram með símtali við alþjóða-
og markaðssvið Seðlabankans (s. 569 9670/671). Ávöxtunarkrafa innstæðubréfa er
14,10%. Niðurstaða uppboðsins verður tilkynnt kl. 15:00  þriðjudaginn 8. maí
2007.