- 3 mánaða uppgjör 2007


Helstu niðurstöður uppgjörs Icelandair Group:

•   Heildartekjur fyrirtækisins voru 11,9 milljarðar króna og aukast um 24% frá
sama tíma í fyrra. 

•   Afkoma í samræmi við áætlanir 

•   EBITDA á fyrsta ársfjórðungi neikvæð um 81 milljónir króna

•   Tap eftir skatta 1,2 milljarðar króna

•   Eignir 76 milljarðar króna í lok fyrsta ársfjórðungs 

•   EBIT er neikvæð um 833 milljónir sem er 26% betra en á sama tíma í fyrra

•   Viljayfirlýsing um kaup á tékkneska flugfélaginu Travel Service

•   Mikil umsvif í flugvélasamningum

•   Eiginfjárhlutfall 32%

•   Handbært fé frá rekstri 686 milljónir króna


Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group, segir:
 "Afkoman á fyrsta ársfjórðungi er í samræmi við áætlanir okkar, sem gera ráð
fyrir góðum hagnaði á árinu 2007, og betri afkomu en á árinu 2006. Það eru
miklar árstíðasveiflur í starfsemi innan félagsins, og afkoma fyrsta
ársfjórðungs er jafnan neikvæð. Við erum að stækka gríðarlega hratt á þessu ári
og fyrri hluti ársins mun einkennast af umtalsverðum fjárfestingum í vexti í
áætlunarflugi Icelandair og í leiguflugi. Meðal annars var fyrirséður
kostnaðarauki við innleiðingu flugvéla og þjálfun starfsmanna á fyrsta
ársfjórðungi. Reksturinn sjálfur er því í takti við áætlanir, en auk þess gætir
neikvæðra gengisáhrifa á ársfjórðungnum sem og jákvæðra áhrifa vegna
söluhagnaðar í flugvélaviðskiptum. Í heild er því afkoman í takti við væntingar
okkar.”

Attachments

icelandair group hf..pdf arshlutauppgjor_a1_07.pdf