- 3 mánaða uppgjör 2007


• Rekstrartekjur ársfjórðungsins voru 4.670 mkr, en voru 3.675 mkr árið áður
• EBITDA, án söluhagnaðar af Engey, var 1.478 mkr (31,6%), en var 760 mkr
(20,7%) á sama tíma árið áður.  Við bætast 662 mkr vegna hagnaðar af sölu
Engeyjar. 
• Nettó gengismunur og verðbætur lána voru jákvæð um 1.313 mkr, en neikvæð um
1.840 mkr árið áður 
• Hagnaður tímabilsins var 2.406 mkr, en árið áður varð 1.337 mkr tap

Rekstur fyrsta ársfjórðungs 2007

Rekstrartekjur HB Granda hf. á fyrsta ársfjórðungi 2007 námu 4.670 mkr,
samanborið við 3.675 mkr á sama tíma árið áður.  Aukning tekna réðist að hluta
til af veikara gengi krónunnar, en meðalgengisvísitala fyrsta ársfjórðungs
hækkaði á milli ára úr 110 í 122 eða um 11%.  Afli á loðnuvertíð óx verulega á
milli ára vegna meiri úthlutunar kvóta, auk þess sem verðmæti á veitt kíló voru
hærri vegna mikillar hrognaframleiðslu.  Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir
(EBITDA), án söluhagnaðar af Engey, var 1.478 mkr eða 31,6% af rekstrartekjum,
en var 760 mkr eða 20,7% árið áður.  Hærra EBITDA hlutfall réðist m.a. af
veikari krónu og góðri loðnuvertíð.  Við bættist 662 mkr hagnaður af sölu
Engeyjar.  Rekstrarhagnaður af eigin starfsemi var 1.838 mkr, en var 455 mkr á
sama tímabili árið áður. Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru jákvæð um
1.136 mkr, en voru neikvæð um 2.013 mkr árið áður. Munar þar verulega um
gengismun og verðbætur lána sem voru jákvæð um 1.313 mkr á fyrsta ársfjórðungi
2007, en neikvæð um 1.840 mkr árið áður.  Vísitala gengisskráningar lækkaði úr
129 þann 31.12.2006 í 119 þann 31.3.2007, sem svarar til styrkingar íslensku
krónunnar um 8,4%.  Áhrif hlutdeildarfélaga voru neikvæð um 14 mkr, en um 11
mkr árið áður. Hagnaður fyrir tekjuskatt var 2.961 mkr á móti 1.569 mkr tapi
árið 2006.  Hagnaður tímabilsins nam 2.406 mkr, en árið áður varð tap að
fjárhæð 1.337 mkr. 

Efnahagur

Heildareignir félagsins námu 31.437 mkr í lok mars 2007, en 29.959 mkr í lok
árs 2006.  Þar af voru fastafjármunir 23.995 mkr og veltufjármunir 7.442 mkr. 
Í lok mars nam eigið fé 10.289 mkr. Eiginfjárhlutfall var 32,7%, en var 27,4% í
lok árs 2006. Heildarskuldir félagsins voru í marslok 21.148 mkr. 

Skipastóll og afli

Skipastóll HB Granda hf. samanstendur af 5 frystitogurum, 3 ísfisktogurum og 4
uppsjávarskipum.  Uppsjávarfrystiskipið Engey RE 1 var selt í mars 2007. 
Uppsjávarskipið Lundey NS 14, sem áður hét Guðrún Þorkelsdóttir SU 211, var
tekið í notkun í apríl.  Í stað Lundeyjar var lagt uppsjávarskipinu Sunnubergi
NS 70.  Þá var ísfisktogaranum Brettingi NS 50 lagt í mars. 

Fyrstu þrjá mánuði ársins var botnfiskafli skipa félagsins um 12 þúsund tonn og
uppsjávarafli um 69 þúsund tonn.

Attachments

hb grandi 03 2007.pdf hb grandi - frettatilkynning.pdf