1. október 2006 til 31. mars 2007


Árshlutauppgjör 1. október 2006 til 31. mars 2007

• Spölur ehf hefur innleitt alþjóðlega reikningsskilastaðla (e. International
  Financial Reporting Standards, skammstafað IFRS) frá og með 1. október 2006.
  Nánar er vísað í fréttatilkynningu um innleiðingu IFRS dagsett 31. maí 2007. 
• Hagnaður Spalar ehf eftir skatta fyrir tímabilið 1. október 2006 til 31. mars
  2007 nam kr. 89 m.kr. en tap á tímabilinu 1. október 2005 til 31. mars 2006
  nam 
  83 m.kr. Hagnaður Spalar eftir skatta á öðrum ársfjórðungi félagsins sem er 1.
  janúar 2007 til 31. mars 2007 nam 67 m.kr. Á sama tíma árið á undan nam tap
  félagsins 64 m.kr. Reikningsár Spalar er 1. október til 30. september ár
  hvert. 
  Spölur er að fullu í eigu Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. 
• Veggjald nam 399 m.kr. fyrstu 6 mánuði ársins til samanburðar við 382 m.kr.
  árið áður sem er 4,45% hækkun. 
• Rekstrarkostnaður Spalar ehf án afskrifta fyrstu 6 mánuði ársins nam kr. 109
  m.kr. og hækkar um rúm 12% frá sama tímabili árinu áður þegar hann nam 97
  m.kr. 
• Skuldir Spalar ehf aukast úr 4.616 m.kr. þann 30. september 2006 í 4.720 m.kr
  þann 31. mars 2007 eða um 2,25%. 

Um uppgjörið
Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar, segir heildarafkoma vel í takt við
áætlanir félagsins. Framundan eru umferðarmestu mánuðir ársins sem að öllu
jöfnu eru með um 60% af tekjunum. 

Tímabilið frá 1. október 2006 til 31. mars 2007 er byrjun á níunda fjárhagsári
félagsins. Á þessu tímabili fóru um 790 þúsund ökutæki um göngin, sem greiddu
veggjald sem er um 7% aukning frá sama tímabili árið áður. Þessi fjöldi
samsvarar því um 4.350 ökutæki hafi farið um göngin að meðaltali dag hvern.
Meðaltekjur fyrir hverja ferð um göngin fara lækkandi, bæði að nafnverði og
raunvirði. Skýringin er einkum sú að fleiri og fleiri viðskiptavinir nýta sér
afsláttarmöguleika. 
________________________________________________________________________________
Nánari upplýsingar veitir Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar ehf, í síma
433 5910.

Attachments

spolur - frettatilkynning 6 man.pdf spolur - interim financial statements.pdf