Eyjamenn ehf. framlengja tilboðsfrest og gefa viðkomandi hluthöfum færi á að endurmeta samþykki við tilboði félagsins


Í fréttakerfi OMX/Kauphallar Íslands hf. 31. maí sl. var tilkynnt um að  Stilla
ehf., félag í eigu Guðmundar Kristjánssonar og Hjálmars Kristjánssonar, hefði
ákveðið að leggja fram samkeppnistilboð í allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar hf.
á grundvelli 45. gr. laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti. Boðnar yrðu 8,50
kr. á hvern hlut. 

Verði tilboð Stillu ehf. gert opinbert á gildistíma yfirtökutilboðs Eyjamanna
ehf., þ.e. fyrir kl. 16:00 mánudaginn 11. júní nk., verður gildistími
yfirtökutilboðs Eyjamanna ehf. framlengdur til samræmis við gildistíma
samkeppnistilboðsins, sbr. 2. mgr. 45. gr. laga nr. 33/2003. 

Eyjamenn ehf. gerðu hluthöfum í Vinnslustöðinni hf. opinbert yfirtökutilboð í
félagið 9. maí sl., eins og lög mæla fyrir um, þar sem boðnar voru 4,60 kr. á
hvern hlut. Í tilefni af framangreindri tilkynningu um samkeppnistilboð Stillu
ehf. hafa Eyjamenn ehf. ákveðið að gefa þeim hluthöfum í Vinnslustöðinni hf.,
sem samþykkt hafa tilboð Eyjamanna ehf. með formlegum hætti, kost á að
endurmeta samþykki sitt við tilboðinu. Bréf þar að lútandi var póstlagt til
viðkomandi hluthafa núna um helgina. 

Eyjamenn ehf. vilja jafnframt vekja athygli hluthafa Vinnslustöðvarinnar hf. á
því að eftirfarandi kostir standa þeim meðal annars til boða: 

1.	Að selja Stillu ehf. hlutabréfin fyrir 8,5 kr. á hlut. 
2.	Að samþykkja kauptilboð Eyjamanna ehf. upp á 4,6 kr.    
3.	Að eiga hlutabréfin sín í Vinnslustöðinni hf. áfram, enda er hluthöfum ekki
      skylt að selja hlutabréf sín í félaginu. 

Eyjamenn ehf. hafa þegar ákveðið að taka ekki væntanlegu tilboði frá Stillu
ehf. 

Nánari upplýsingar:
Sigurgeir B. Kristgeirsson,
sími 897 9607.