- 2006


Á 251. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þann 6. júní 2007 fór fram fyrri
umræða um ársreikning Sandgerðisbæjar.  Þann 13. júní 2007 fer seinni umræðan
fram. 

Ársreikningur Sandgerðisbæjar er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög
um ársreikninga, reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga og
auglýsingar fjármálaráðuneytisins um reikningsskil sveitarfélaga. 

 Starfsemi Sandgerðisbæjar er skipt í tvo hluta.  Annars vegar A hluta sem er
starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum og hins
vegar B hluta sem eru fyrirtæki að hálfu eða meirihluta í eigu sveitarfélagsins
og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. 

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2005 námu 773,4 millj. kr. en á árinu
2006 urðu þær 879,9 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrirA og B hluta, en þar
af námu rekstrartekjur A hluta 753,0 millj. kr.  Álagningarhlutfall útsvars var
12,7% en lögbundið hámark þess er 13,03%. 

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins, samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B
hluta, var neikvæð um 91,7 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var
neikvæð um 19,7 millj. kr. samkvæmt ársreikningi.  Eigið fé sveitarfélagsins í
árslok 2006 nam 400,7 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A
hluta 749,8 millj. kr. 

Laun og launatengd gjöld hjá samstæðunni voru 473,9 millj. kr.  Fjöldi
starfsmanna var 156 á árinu í 113 stöðugilum.  Skatttekjur sveitafélagsins voru
399 þús. kr. á hvern íbúa. 

Á árinu 2006 var unnið byggingu stjórnsýsluhúss í samvinnu við Búmenn og fóru
kaup fram á eigninni á árinu. 

Mikil fjölgun íbúa var í Sandgerðisbæ á síðasta ári en á árinu 2005 var hún
9.8% en er nú 8,3%..  Útlit er fyrir áframhaldandi fjölgun á árinu 2007.  Mikil
uppbygging er í sveitarfélaginu hjá einstaklingum og fyrirtækjum og munar þar
mestu uppbygging við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.  Um 120 íbúðir eru í byggingu
og eru miklar framkvæmdir við vegagerð samfara uppbyggingunni.  Fyrirhuguð er
viðbygging við íþróttahús og nýbygging 25m útisundlaugar á árunum 2007 og 2008. 

Rekstrarumhverfi Sandgerðishafnar batnar, tekjur aukast og hagrætt verður í
rekstri á árunum 2007 og 2008.  Höfnin er mjög skuldsett  og þeim skuldum
fylgir mikill fjármagnskostnaður.  B hluta fyrirtækin koma mun betur út úr
rekstri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Attachments

arsreikningur sandgerisbjar 2006.pdf sandgerisbr - frettatilkynning.pdf