- Saga Capital Fjárfestingabanki hf. semur við Icelandair Group hf. um viðskiptavakt


Saga Capital Fjárfestingarbanki hf. og Icelandair Group hf. hafa gert samning
sín á milli um að Saga Capital gerist viðskiptavaki með hlutabréf í Icelandair
Group hf., fyrir eigin reikning Saga Capital. 
 
Tilgangurinn með viðskiptavakt Saga Capital er að efla viðskipti með hlutabréf í
Icelandair Group og stuðla að skilvirkri og gegnsærri verðmyndun hlutabréfa í
félaginu. 

Hlutabréf Icelandair Group eru skráð á OMX Nordic Exchange á Íslandi. 
 
Samningurinn tekur gildi í dag og er ótímabundinn en uppsegjanlegur með eins
mánaðar fyrirvara. 
 
Skilmálar viðskiptavaktarinnar eru eftirfarandi:
 
- Saga Capital mun setja daglega fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf
  Icelandair Group (ICEAIR) að lágmarki 1.000.000 að nafnverði á verði sem Saga
  Capital ákveður í hvert skipti. 
 
- Hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum skal ekki vera meiri en 1,0%;
 
- Frávik frá síðasta viðskiptaverði ekki meira en 3%;
 
- Hámarksfjárhæð heildarviðskipta dag hvern skal vera kr. 100.000.000,- að
  markaðsvirði.