- Tilkynning um regluleg viðskipti við Seðlabanki Íslands


Í samræmi við reglur um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands
býður Seðlabankinn miðvikudaginn 27. júní 2007, kl. 11 f.h., þeim lánastofnunum
sem átt geta viðskipti við bankann, lán til 7 daga gegn veði í verðbréfum sem
Seðlabankinn metur hæf til tryggingar. 

Lánin bjóðast á föstum vöxtum, 13,30 %. 

Beiðni um lán þarf að berast alþjóða- og markaðssviði Seðlabanka Íslands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, fyrir kl. 11:00 miðvikudaginn 27. júní 2007. Hægt er
að senda inn beiðni með símbréfi á nr. 569 9604, ef það er staðfest fyrirfram
með símtali við alþjóða- og markaðssvið Seðlabankans (s. 569 9670/71). 

Um framkvæmd og frágang viðskipta vísast að öðru leyti til reglna um viðskipti
lánastofnana við Seðlabanka Íslands. Tilkynnt verður um heildarfjárhæð
viðskipta kl. 13:00 miðvikudaginn 27. júní 2007. 

Seðlabanki Íslands býður einnig lánastofnunum innstæðubréf til 7 daga
miðvikudaginn 27. júní 2007 kl. 14:30 e.h. Hægt er að senda inn beiðni með
símbréfi á nr. 569- 9604, ef það er staðfest fyrirfram með símtali við alþjóða-
og markaðssvið Seðlabankans (s. 569 9670/671). Vextir innstæðubréfa eru 13,20%.
Heildarfjárhæð innstæðubréfa verður tilkynnt kl. 15:00  miðvikudaginn 27. júní 
2007.