- Greinargerð stjórnar Vinnslustöðvarinnar hf.


Greinargerð stjórnar Vinnslustöðvarinnar hf. (VSV) í tengslum við
yfirtökutilboð Eyjamanna ehf. og Stillu eignarhaldsfélags ehf. 

Þar sem Haraldur Gíslason aðalstjórnarmaður í VSV og Kristín Elín Gísladóttir
varastjórnarmaður eru hluthafar í Eyjamönnum ehf. og Hjálmar Þór Kristjánsson
aðalstjórnarmaður í VSV og Guðmundur Kristjánsson varastjórnarmaður eru
hluthafar í Stillu eignarhaldsfélagi ehf. voru þau öll vanhæf til þess að taka
þátt í afgreiðslu málsins. 

Meðferð stjórnar félagsins á yfirtökutilboðunum var því í höndum eftirfarandi
stjórnarmanna VSV: Gunnars Felixsonar stjórnarformanns, Sigurjóns Óskarssonar
og Leifs Leifssonar. 

Þrátt fyrir að stjórnin hafi talið sig ályktunarhæfa, sbr. 7. mgr. 41. gr. laga
nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti, var með hliðsjón af aðstæðum ákveðið að fela
Saga Capital fjárfestingarbanka hf. að leggja mat á yfirtökutilboðin sem fram
voru komin í félagið og skilmála þeirra. 

Stjórnin fjallaði um yfirtökutilboðin. Um mat á verði tilboðanna vísast til
álits Saga Capital fjárfestingarbanka hf., sem er meðfylgjandi. 

Áformum Eyjamanna ehf. og Stillu eignarhaldsfélags ehf. er lýst í
tilboðsyfirlitum. Samkvæmt þeim eru ekki fyrirhugað að gera breytingar á
tilgangi VSV, draga úr eða breyta kjarnastarfsemi þess eða nýta fjármunalegar
eignir í öðrum tilgangi. Í tilboðsyfirlitunum kemur fram að félagið verði áfram
rekið í Vestmannaeyjum. Í tilboðsyfirliti Eyjamanna ehf. kemur fram að ekki
verði gerðar breytingar á störfum stjórnenda og starfsmanna félagsins eða
starfsskilyrðum þeirra. Í tilboðsyfirliti Stillu eignarhaldsfélags ehf. er
tekið fram að væntanleg yfirtaka muni ekki hafa áhrif á störf stjórnenda og
annarra starfsmanna félagsins eða starfsskilyrði þeirra. Tilboðin eru því
hliðstæð að þessu leyti. 

Í tilboðsyfirliti Eyjamanna ehf. er því lýst að í kjölfar yfirtökutilboðsins
muni tilboðsgjafi og samstarfsaðilar fara fram á það við stjórn VSV að
hlutabréf félagsins verði afskráð úr OMX/Kauphöll Íslands hf. Í tilboðsyfirliti
Stillu eignarhaldsfélags ehf. er því lýst að tilboðsgjafi hyggi á áframhaldandi
skráningu félagsins í OMX/Kauphöll Íslands hf. og að tilboðsgjafi áformi að
selja stóran hluta kaupverðs til öflugra fjárfesta, m.a. í Vestmannaeyjum,
þannig að eignarhald á hlutum í félaginu verði dreift. Stjórnin telur rétt að
vekja athygli hluthafa á þessu enda getur afskráning hlutabréfanna haft áhrif á
með hvaða hætti verður unnt að eiga viðskipti með þau. 

Að öðru leyti en að framan greinir tekur stjórnin ekki frekari afstöðu til
tilboðanna. 

Stjórninni hefur ekki borist álit fulltrúa starfsmanna um tilboðin.

Attachments

alit saga capital.pdf