- Skuldabréf Símans renna inn í Skipti


Með skiptingaráætlun, dags. 19. des. 2006, lagði stjórn Símans hf. fram tillögu
sína um að Símanum hf. yrði skipt í tvö félög á grundvelli 133. gr. l. nr.
2/1995 um hlutafélög. Skiptingin yrði framkvæmd með þeim hætti að til yrði nýtt
móðurfélag Símans hf. Nafn móðurfélagsins yrði Skipti hf. og yrði það eigandi
að 95% hlutafjár í Símanum hf. Reikningshaldslega miðaðist skiptingin við 31.
október 2006. 

Þann 15. mars sl. var skiptingin samþykkt og færðist hluti af eignum og skuldum
Símans hf. í hið nýja móðurfélag, Skipti hf. 

Í skiptingaráætluninni er kveðið á um að skuldabréf Símans hf., sem skráð er í
Kauphöll Íslands, skuli renna inn í Skipti hf. við skiptinguna. Skipti hf. mun
því, í samræmi við skiptingaráætlunina verða nýr útgefandi í kauphöllinni og
skuldari skuldabréfsins. Fer breyting þessi fram án samþykkis lánadrottna sbr.
1. mgr. 133. gr. l. nr. 2/1995, um hlutafélög. 

Seinni skipting Símans m.v. 1. nóvember 2006, skv. skiptingaráætlun dags. 19.
desember 2006, var einnig samþykkt á hluthafafundi Símans 15. mars sl. Í þeirri
skiptingu skiptist Síminn hf. í Fasteignafélagið Jörfa ehf., Mílu ehf. og
Símann hf. 

Meðfylgjandi eru skiptingaráætlanir, nýjar samþykktir félaganna, tilkynning til
Fyrirtækjaskrár auk fundargerð hluthafafundar.

Attachments

skipti hf tilkynningar fundargerir samykktir ofl..pdf siminn hf tilkynningar fundargerir samykktir ofl..pdf siminn hf og skipti hf - gogn um skiptingu.pdf