2007


Stjórn Lýsingar hf. hefur staðfest árshlutareikning félagsins þar sem helstu
lykiltölur eru eftirfarandi í m.kr.: Sjá viðhengi. 

	
Rekstrarreikningur
Hagnaður Lýsingar, eftir skatta, var 549,9mkr á fyrstu sex mánuðum ársins 2007.

Hreinar vaxtatekjur voru 1.236 m.kr. á fyrstu 6 mánuðum ársins 2007 en þær
voru 940 m.kr. á sama tímabili á árinu 2006 og jukust því um 31,5%. 

Efnahagsreikningur 
Útlán voru 58.506 m.kr. í lok tímabilsins.  Afskriftarreikningur útlána sem
hlutfall af útlánum og veittum ábyrgðum í lok tímabils var 0,81%.  Lykiltölur
tímabilsins og samanburðartölur frá árunum á undan sýna góðan vöxt í rekstri
fyrirtækisins. Heildarniðurstaða efnahagsreiknings var í lok timabils 60.810
m.kr. 

Eigið fé Lýsingar hf. var í lok tímabils 5.410,8 m.kr. og víkjandi lán 1.357,8
m.kr. Eiginfjárhlutfall reiknað skv. lögum  (CAD hlutfall) er 11,49%. 

Reikningsskilaaðferðin
Árshlutareikningurinn er gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og ársskýrsla
félagsins frá 2006, í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um
árshlutareikninga IAS 34.  Árshlutareikningurinn er kannaður af Deloitte hf. 

Almennt 
Lýsing hf. er dótturfélag Exista hf.  Félagið hefur starfsleyfi sem
fjármálafyrirtæki skv. lögum nr. 161/2002.  Aðal starfsvettvangur félagsins er
fjármögnun á atvinnutækjum, atvinnuhúsnæði og bifreiðum fyrir fyrirtæki og
einstaklinga með eignaleigusamningum. 

Lýsing er þjónustufyrirtæki og starfsfólk þess kappkostar að veita
framúrskarandi þjónustu sem skapar fyrirtækinu það samkeppnisforskot sem það
hefur á íslenskum eignaleigumarkaði. Fjöldi starfsmanna var tæplega 60 í lok
umrædds tímabils og hefur fyrirtækið vaxið mjög síðustu ár. 

Forstjóri er Ólafur Helgi Ólafsson.

Attachments

lysing - frettatilkynning .pdf lysing - aritun endurskoenda.pdf lysing - 06 07.pdf