2007


EBITDA samstæðunnar er 535 mkr eða 12,4%.

Stjórn Kögunar ehf. (ICEX: KOGN) samþykkti á fundi þann 30. júlí ársreikning
félagsins fyrir tímabilið 1. janúar - 30. júní 2007. Reikningurinn hefur að
geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess, Skýrr ehf., EJS ehf og
Eskil ehf. 

Helstu atriði:

•  Rekstrartekjur jukust um 1.077 mkr. eða 33% frá sama tímabili 2006. EJS hf.
   bætist  við samstæðuna þann 1. mars 2006. 
   
•  EBITDA af áframhaldandi starfsemi er 535 mkr. eykst um 22% frá sama tímabili
   í fyrra. 
 
•  Framlegð jókst um 112 mkr eða 12% frá sama tímabili árið 2006 og var nokkuð
   umfram áætlanir. 

•  Hagnaður nýrrar samstæðu fyrir skatta er 1.080 mkr, hagnaður eftir skatta er
   876 mkr. 
 
•  Í ofangreindum samanburði hefur verið tekið tillit til aflagðrar starfsemi í
   kjölfar breytinga á samstæðu Kögunar í árslok 2006. 


Nánari upplýsingar um uppgjörið veita:

Bjarni Birgisson, forstjóri			sími	898-2006	
Jóhann Þór Jónsson, fjármálastjóri		sími	861-7221

Attachments

kogun hf - arshlutareikningur 30 06 07 master 3.pdf kogun - frettatilkynning jan- jun 2007.pdf