- Niðurstaða yfirtökutilboðs Eyjamanna ehf.


Yfirtökutilboð Eyjamanna ehf. til hluthafa Vinnslustöðvarinnar hf. rann út 20.
ágúst sl. Tilboðstímabil hafði þá staðið frá 13. maí sl., en því var framlengt
í tvígang; í fyrra skiptið þann 4. júní sl. þegar lagt hafði verið fram
samkeppnistilboð í félagið og í síðara skiptið þann 23. júlí sl. þegar
samkeppnistilboðinu hafði verið framlengt. 

Á tilboðstímabilinu keypti Eyjamenn ehf. 143.830 hluti í Vinnslustöðinni hf.
sem nemur 0,01% hlutafjár í félaginu. Þau viðskipti voru tilkynnt þann 24. júlí
2007 á fréttavef OMX Norrænu kauphallarinnar Íslandi. Þrettán hluthafar tóku
yfirtökutilboði Eyjamanna ehf. Eyjamenn ehf. átti enga hluti í Vinnslustöðinni
hf. fyrir viðskiptin. 

Eyjamenn ehf. og samstarfsaðilar eiga nú samtals 782.971.430 hluti í
Vinnslustöðinni hf. eða rétt rúmlega 50% hlutafjár í félaginu. 

Kaupþing banki hf. var ráðgjafi Eyjamanna ehf. í tengslum við yfirtökutilboðið.

Nánari upplýsingar veitir Sigurgeir B. Kristgeirsson í síma 897 9607.