- 6 mánaða uppgjör 2007


•  Rekstrartekjur fyrri árshelmings voru 8.179 mkr, en voru 7.670 mkr árið áður.

•  EBITDA, án söluhagnaðar skipa, var 1,930 mkr (23,6%), en var 1.647 mkr
   (21,5%) á sama tíma árið áður.  Við bætast 609 mkr vegna hagnaðar af sölu
   skipa. 

•  Nettó gengismunur og verðbætur lána voru jákvæð um 1.965 mkr, en neikvæð um
   3.762 mkr árið áður. 

•  Hagnaður tímabilsins var 2.933 mkr, en árið áður varð 2.558 mkr tap


Rekstur fyrstu sex mánaða ársins 2007

Rekstrartekjur HB Granda hf. á fyrri árshelmingi ársins 2007 námu 8.179 mkr,
samanborið við 7.670 mkr á sama tímabili í fyrra.  Rekstrarhagnaður fyrir
afskriftir (EBITDA), án söluhagnaðar skipa, var 1.930 mkr eða 23,6% af
rekstrartekjum, samanborið við 1.647 mkr eða 21,5% árið áður.  Við bætast 609
mkr vegna hagnaðar af sölu Engeyjar að frádregnu tapi af sölu Sunnubergs. 
Rekstrarhagnaður af eigin starfsemi var 1.956 mkr, en var 1.034 mkr á sama
tímabili árið áður.  Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru jákvæð um
1.684 mkr, en neikvæð um 4.123 mkr árið áður.  Munar þar miklu um gengismun og
verðbætur lána, sem voru jákvæð um 1.965 mkr á fyrri árshelmingi 2007, en voru
neikvæð um 3.762 mkr árið áður.  Áhrif hlutdeildarfélaga voru neikvæð um 17
mkr, en jákvæð um 34 mkr árið áður. Hagnaður fyrir tekjuskatt var 3.623 mkr á
móti 3.054 mkr tapi á fyrstu sex mánuðum fyrra árs.  Hagnaður HB Granda hf. á
fyrri árshelmingi ársins 2007 nam 2.933 mkr, en árið áður var tap félagsins
2.558 mkr. 

Rekstur annars ársfjórðungs 2007

Rekstrartekjur HB Granda hf. á öðrum ársfjórðungi ársins 2007 námu 3.508 mkr,
en voru 3.995 mkr á öðrum ársfjórðungi 2006.  Þessi lækkun um 12% skýrist
einkum af minni veiði úthafskarfa og kolmunna, sem og sterkara gengi íslensku
krónunnar.  Þannig lækkaði meðalgengisvísitala krónunnar á öðrum ársfjórðungi
úr 128,1 í 116,4 á milli ára, eða um rúm 9%.  Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir
(EBITDA) á ársfjórðungnum, án sölutaps Sunnubergs, var 452 mkr eða 12,9% af
rekstrartekjum, samanborið við 887 mkr eða 22,2% sama tímabil árið áður.  Lægra
EBITDA hlutfall réðst m.a. af styrkingu krónunnar, sem áður er getið.  Sölutap
Sunnubergs var 53 mkr, þannig að heildar EBITDA var 399 mkr.  Áhrif
fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru jákvæð um 548 mkr en voru neikvæð um
2.110 mkr annan ársfjórðung árið áður.  Munar þar mestu um gengismun og
verðbætur lána sem voru jákvæð um 652 mkr á öðrum ársfjórðungi 2007, en neikvæð
um 1.921 mkr árið áður.  Vísitala gengisskráningar lækkaði úr 119,2 þann
31.3.2007 í 114,0 þann 30.6.2007, eða um 4,3%. 

Áhrif hlutdeildarfélaga voru neikvæð um 3 mkr en jákvæð um 45 mkr annan
ársfjórðung árið áður.  Í apríl varð fiskeldisfélagið Salmones Friosur í Chile,
sem HB Grandi á 20% eignarhlut í, fyrir umtalsverðu tjóni vegna jarðskjálfta og
hafði það 60 mkr neikvæð áhrif á afkomu HB Granda fyrir skatta. 

Hagnaður fyrir tekjuskatt var 662 mkr á móti 1.486 mkr tapi sama tímabil á
fyrra ári.  Hagnaður HB Granda hf. á öðrum ársfjórðungi ársins 2007 nam 527 mkr
eftir að tekið hefur verið tilliti til áhrifa tekjuskatts, en á sama tímabili
síðasta árs varð tap að upphæð 1.221 mkr. 

Efnahagur

Heildareignir félagsins námu 29.023 mkr í lok júní 2007, en 29.959 mkr í lok
árs 2006.  Þar af voru fastafjármunir 23.738 mkr og veltufjármunir 5.284 mkr. 
Í lok júní nam eigið fé 10.797 mkr. Eiginfjárhlutfall var 37,2%, en var 27,4% í
lok árs 2006. Heildarskuldir félagsins voru í júnílok 18.226 mkr. 

Skipastóll og afli

Skipastóll HB Granda hf. samanstendur af 5 frystitogurum, 3 ísfisktogurum og 4
uppsjávarskipum. 

Fyrstu sex mánuði ársins var botnfiskafli skipa félagsins um 28 þúsund tonn og
uppsjávarafli um 104 þúsund tonn.

Attachments

hb grandi - 6 man 2007.pdf hb grandi arshlutareikningur 30 06 07.pdf