2007


Fyrstu sex mánuðir ársins voru þeir hagsælustu í sögu fyrirtækisins, en
hagnaður félagsins nam tæpum tveimur milljörðum króna.  Leigutekjur jukust
hlutfallslega meira en kostnaður, sem er afleiðing mikillar eftirspurnar eftir
leigueiningum félagsins. 

Endurspeglar það sterka stöðu félagsins á fasteignamarkaðinum.  Hækkun
leigutekna leiddi til hækkunar á virði fasteigna félagsins, en hækkun á virði
fasteigna er færð í rekstrarreikning. 
 
Virðisútleiguhlutfallið er nú rétt tæp 100% og framtíðarhorfur því bjartar.
Í apríl mánuði seldi Kaupþing banki hf. félagið til Eikarhalds ehf., sem er í
eigu FL Group hf., Baugs Group hf., Saxbyggs ehf. og Fjárfestingafélagsins
Primusar ehf. 

Stjórn Eikar fasteignafélags hf. staðfesti árshlutareikninginn þann 24. ágúst
2007. 

Starfsemi Eikar fasteignafélags hf. snýst um útleigu og rekstur atvinnuhúsnæðis.

Frekari upplýsingar:

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags hf.
S. 590-2200

Attachments

frettatilkynning.pdf eik arshlutareikningur 300607.pdf