2007 - N1


Hagnaður N1 hf. tímabilið janúar - júní 2007 fyrir afskriftir, leigugjöld og
fjármagnsliði nam 732 millj. kr.  Hagnaður tímabilsins eftir skatta nam 839
millj. kr. samanborið við 266 millj. kr. tap fyrir sama tímabil á fyrra ári. 
 
Veltufé frá rekstri nam 152 millj. kr. en var 567 millj. kr. fyrir sama tímabil
á fyrra ári. Í lok júní 2007 var eiginfjárhlutfall félagsins 28,4%. 


Árshlutareikningur N1 hf janúar - júní 2007

Árshlutareikningur N1 hf. fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2007 hefur verið
staðfestur af stjórn félagsins og forstjóra.  Árshlutareikningurinn er í fyrsta
sinn byggður á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) og hefur
samanburðarfjárhæðum verið breytt til samræmis við nýjar reikningsskilareglur.
Við innleiðingu staðlanna lækkaði eigið fé um 145 millj. kr. 

Í ársbyrjun sameinuðust Olíufélagið ehf. og Bílanaust hf. og tengd félög undir
merkjum N1 hf.  Árshlutareikningurinn er reikningur sameinaðs félags
Olíufélagsins ehf. og Bílanaust hf. og tengdra félaga. 

Rekstur
Rekstrartekjur félagsins nema 14.082 millj. kr. samanborið við 10.974 millj.
kr. á sama tímabili árið 2006.  Álagning vörusölu hækkar um 718 millj. kr. frá
fyrra ári og nemur 3.230 millj. kr.  Hagnaður fyrir afskriftir og leigugjöld
nemur 732 millj kr. og eru 310 millj. kr. lægri en á sama tímabil á fyrra ári. 
Fjármagnsliðir eru jákvæðir um 837 millj. kr. á tímabilinu en voru neikvæðir um
742 millj. kr á sama tímabili á fyrra ári. 

Eignir
Bókfært verð eigna félagsins í lok tímabilsins nam 27.641 millj. kr. samanborið
við 22.114 millj. kr. í árslok 2006.  Fastafjármunir hækka um 1.555 millj. kr.
á tímabilinu og nema 14.116  millj. kr. lok þess. Veltufjármunir aukast um
3.972 millj. kr. á tímabilinu og nema 13.525 millj. kr. í lok þess. 

Eigið fé
Eigið fé þann 30. júní nam 7.853 millj. kr. samanborið við 6.698 millj. kr.
þann 31. desember 2006. 

Skuldir
Í lok tímabilsins námu heildarskuldir og skuldbindingar 9.356 millj. kr. og þar
af námu langtímaskuldir  9.103 millj. kr. 

Staða og horfur
Gert er ráð fyrir að rekstur félagsins verði í samræmi við rekstraráætlanir
seinni hlut ársins ef ekki koma til neinar meiriháttar breytingar á ytri
aðstæðum. 

Nánari upplýsingar veita Hermann Guðmundsson forstjóri og Elías Bjarni
Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 444 1000 

Attachments

arshlutareikningur n1 hf. 30.6.2007.pdf