2007 - Leiðrétting - Frétt send út 2007-08-30 15:33:32 CET


Leiðrétting: Ekki voru tilgreindar réttar tölur í samanburðartölum í rekstri
þar sem formerki á rekstrarkostnaði samtals vantaði. 


Hagnaður ríflega fimmfaldast - arðsemi eigin fjár 62,4%

Hagnaður Byrs sparisjóðs fyrstu sex mánuði ársins 2007 nam 5.203,8 m.kr. fyrir
tekjuskatt en nam 759,2 m.kr. fyrir sama tímabil árið 2006 og nemur aukningin
585,4%. Að teknu tilliti til skatta var hagnaður tímabilsins 4.342,5 m.kr. í
samanburði við 698,5 m.kr. fyrri hluta árs 2006. Hagnaður eftir skatta jókst um
521,7% milli tímabila. Er hér um að ræða mesta hagnað sparisjóðsins á einum
árshelmingi og er hagnaðurinn rúmlega fimmfaldur miðað við sama tímabil árið
áður. Árshlutareikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega
reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið samþykktir af
Evrópusambandinu. 


Helstu niðurstöður úr rekstri og efnahag:

.  Hagnaður Byrs sparisjóðs tímabilið 1.1 til 30.6 2007 nam 5.203,8 m.kr. fyrir
   skatta samanborið 759,2 m.kr. fyrir sama tímabil 2006. 

.  Hagnaður eftir skatta nam 4.342,5 m.kr. samanborið við 698,5 m.kr. fyrstu sex
   mánuði ársins 2006. 

.  Arðsemi eigin fjár var 62,4% á ársgrundvelli.

.  Vaxtatekjur sparisjóðsins námu 5.037,1 m.kr. og jukust um 42,6% frá sama
   tímabili árið 2006. 

.  Vaxtagjöld námu 4.184,6 m.kr og jukust um 49,4% miðað við sama tímabil
   síðasta árs. 

.  Hreinar vaxtatekjur námu 852,5 m.kr. samanborið við 731,9 m.kr. fyrri hluta
   árs 2006 og hafa því aukist um 16,5%. 

.  Hreinar rekstrartekjur námu 6.687,9 m.kr. samanborið við 1.643,8 m.kr. fyrri
   hluta árs 2006 og hafa því aukist um 306,8%. 

.  Rekstrargjöld námu 1.328,6 m.kr fyrstu sex mánuði ársins og jukust um 89,4%
   frá sama tímabili árið 2006. Launakostnaður hækkaði um 56,0% en almennur
   rekstrarkostnaður hefur aukist um 127,2%. 

.  Kostnaðarhlutfall sparisjóðsins fyrri helming ársins 2007 var 19,7% á móti
   42,7% fyrir sama tímabil árið 2006. 

.  Virðisrýrnun útlána nam 155,4 m.kr. samanborið við 183,1 m.kr. fyrstu sex
   mánuði ársins 2006. 

.  Afskriftarreikningur lána og krafna nam í lok júní 2007 1,2% af útlánum og
   veittum ábyrgðum en var 1,0% í árslok 2006 og 1,70% á sama tíma fyrir ári. 

.  Útlán til viðskiptavina námu 77.197,2 m.kr. og jukust um 5,8% frá árslokum
   2006. 
 
.  Innlán viðskiptamanna námu 52.566,0 m.kr. og jukust um 12,2% frá árslokum
   2006. 

.  Eigið fé í lok júní 2007 nam 18.251,5 m.kr. og hefur vaxið um 4.303,6 m.kr.
   frá áramótum eða um 30,9%. Hlutdeild minnihluta nemur 24,3 m.kr. 

.  Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD-reglum var 14,6%.

.  Vaxtamunur tímabilsins var 1,6% samanborið við 2,1% árið 2006 og 2,2% fyrir
   sama tímabil árið 2006. 
	
.  Heildarfjármagn í lok júní 2006 nam 112.387,5 m.kr. og hefur aukist um 7,9%
   frá áramótum. 



Samanburðarfjárhæðir í árshlutareikningi Byrs sparisjóðs eru úr
árshlutareikningi Sparisjóðs vélstjóra þann 30. júní 2006 og að viðbættum
fjárhæðum fyrir maí og júní úr árshlutareikningi Sparisjóðs Hafnarfjarðar þar
sem samrunadagur sjóðanna miðast við 30. apríl 2006. 

Grundvöllur reikningsskila
Árshlutareikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla
(IFRS) eins og þeir hafa verið samþykktir af Evrópusambandinu.
Árshlutareikningurinn inniheldur ekki allar þær upplýsingar sem ráð er gert
fyrir í ársreikningi og ætti að vera lesinn með hliðsjón af ársreikningi
sjóðsins fyrir 31.12.2006. 

Helstu niðurstöður úr rekstrar- og efnahagsreikningi
Hagnaður sparisjóðsins fyrstu sex mánuði ársins 2007 nam 5.203,8 m.kr. fyrir
tekjuskatt en nam 759,2 m.kr. fyrir sama tímabil árið 2006 og nemur aukningin
585,4%. Að teknu tilliti til skatta var hagnaður tímabilsins 4.342,5 m.kr. í
samanburði við 698,5 m.kr. fyrri hluta árs 2006. Hagnaður eftir skatta jókst um
521,7% milli tímabila. 

Vaxtatekjur fyrri hluta árs 2007 námu alls 5.037,1 m.kr. og jukust um 42,6% frá
sama tímabili fyrra árs. Vaxtagjöld jukust um 49,4% og námu alls 4.184,6 m.kr.
Hreinar vaxtatekjur sparisjóðsins námu 852,5 m.kr. króna en voru 731,9 m.kr. á
sama tíma árið 2006. Vaxtamunur, þ.e. vaxtatekjur að frádregnum vaxtagjöldum í
hlutfalli af meðalstöðu heildarfjármagns, var 1,6%, en var 2,2% á sama tímabili
í fyrra og 2,1% árið 2006. Hreinar þjónustutekjur, þ.e. þjónustutekjur að
frádregnum þjónustugjöldum námu á fyrri hluta ársins 2007 alls 313,2 m.kr.
samanborið við 120,4 m.kr. á sama tíma í fyrra. Hreinar tekjur af fjáreignum og
fjárskuldum á gangverði námu 4.171,0 m.kr. fyrstu sex mánuði ársins 2007 en
námu 203,6 m.kr.á sama tíma í fyrra. Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga námu
1.290,1 m.kr. á fyrri hluta ársins 2007 og jukust um 123,3% frá sama tímabili
fyrra árs. Aðrar rekstrartekjur námu 61,2 m.kr. samanborði við 10,2 m.kr í
fyrra. 

Laun og launatengd gjöld sparisjóðsins fyrstu sex mánuði ársins 2007 námu 565,7
m.kr. en fyrir sama tímabil 2006 námu þau 362,5 m.kr. og eru 56,0% hærri.
Afskriftir rekstrarfjármuna námu á fyrri hluta árs 2007 alls 37,2 m.kr. sem er
89,8% aukning frá sama tímabili árið 2006. Annar rekstrarkostnaður nam 725,8
m.kr. samanborið við 319,4 m.kr. á sama tíma í fyrra og nemur aukningin
127,22%. Rekstrargjöld námu samtals 1.328,6 m.kr fyrstu sex mánuði ársins 2007
en námu 701,5 m.kr. á sama tíma árið 2006. Rekstrargjöld sem hlutfall af
meðalstöðu efnahags voru 2,5% á ársgrundvelli og hefur það hlutfall lækkað þar
sem það nam 3,1% á sama tímabili árið 2006. Kostnaðarhlutfall var 19,9% en var
42,7% á sama tíma í fyrra. 

Virðisrýrnun útlána nam 155,4 m.kr. fyrri hluta árs 2007 en rýrnunin nam 183,1
m.kr. á sama tímabili árið 2006. Afskriftarreikningur útlána nam 896,7 m.kr.
sem er 1,15% af heildarútlánum og veittum ábyrgðum, en var 1,01% í árslok 2006. 

Efnahagur
Útlán sparisjóðsins til viðskiptavina námu 77.197,2 m.kr. og hafa aukist um
5,8% frá áramótum. Helstu útlánaformin eru sem fyrr verðtryggð lán og
reikningslán en gengistryggð lán hafa aukist talsvert á árinu. Veltufjáreign
nam 6.002,5 m.kr. og hefur aukist um 56,4% frá áramótum. Fjáreignir tilgreindar
á gangvirði námu 8.653,4 m.kr. fyrri hluta árs 2006 og hafa aukist um 23,83%
frá sama tímabili í fyrra. Hlutdeildarfélög námu 7.182,5 m.kr og hafa dregist
saman um 236,1 m.kr. frá áramótum eða um 3,2%. Öll eign sparisjóðsins í skráðum
verðbréfum var færð á markaðsgengi. Fjárfestingareignir og aðrar eignir námu
1.290,2 m.kr. 

Innlán viðskiptamanna ásamt lántöku námu 79.357,5 m.kr. samanborið við 76.858,6
m.kr. í árslok 2006. Innlán viðskiptamanna námu 52.566,0 m.kr. og hafa aukist
um 12,2% frá áramótum. Lántökur námu 26.791,6 m.kr. samanborið við 30.020,7
m.kr. í árslok 2006 og hafa dregist saman um 10,8%. Heildarfjármagn í lok júní
2007 nam 112.387,5 m.kr. og hefur aukist um 8.199,0 m.kr. frá áramótum eða um
7,9%. 

Eigið fé 
Eigið fé sparisjóðsins í lok júní nam 18.251,5 m.kr. og hefur vaxið um 4.303,6
m.kr. frá áramótum eða um 30,9%. Arðsemi eiginfjár á ársgrundvelli er 62,4%.
Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD-reglum var 15,9% en var 14,3% um í ársbyrjun.
CAD-hlutfall má ekki vera lægra en 8,0%. 

Horfur fyrir árið 2007
Rekstur Byrs sparisjóðs gekk vel fyrstu sex mánuði ársins 2007 og er
hagnaðurinn umfram áætlanir. Er hér um að ræða mesta hagnað sparisjóðsins á
einum árshelmingi og er hagnaðurinn rúmlega fimmfaldur miðað við sama tímabil
árið áður. Í áætlunum Byrs sparisjóðs fyrir árið 2007 er gert ráð fyrir
áframhaldandi góðri afkomu rekstrar. Sparisjóðurinn býr að sterkri
lausafjárstöðu og góð afkoma liðinna ára hefur leitt til sterkrar
eiginfjárstöðu. Byr sparisjóður er því vel í stakk búinn að takast á við ný
verkefni. Sparisjóðurinn mun sem fyrr leggja áherslu á að uppfylla margvíslegar
þarfir viðskiptavina sinna með persónulegri og sveigjanlegri þjónustu þar sem
byggt er á trausti og trúnaði. 

Þann 27. júní sl. skrifuðu stjórnir Byrs sparisjóðs og Sparisjóðs Kópavogs
undir áætlun um samruna sparisjóðanna og miðast hann við 1. janúar 2007. Gert
er ráð fyrir að hlutur stofnfjáreigenda í Byr verði 87% í sameinuðum sjóði og
hlutur stofnfjáreigenda í Sparisjóði Kópavogs 13%. Til að framangreint hlutfall
náist verður stofnfé í Byr aukið um 2.971,2 m.kr. áður en til samrunans kemur
og er gert ráð fyrir að stofnfjáraukningin fari fram í septembermánuði.
Samruninn er til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu og Samkeppniseftirlitinu. Þá
eru viðræður hafnar á milli Byrs sparisjóðs og Sparisjóðs Norðlendinga um
mögulega sameiningu sjóðanna. Í mögulegu sameiningarferli er stefnt að því að
miða skiptihlutföll við sex mánaða uppgjör sjóðanna. Verði niðurstaða
viðræðnanna jákvæð yrði sameining háð samþykki stofnfjáreigenda beggja
sjóðanna, Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins. Engin tímamörk hafa
verið sett fyrir viðræðurnar en stefnt er að því að sameining komi í kjölfar
sameiningar Byrs sparisjóðs og Sparisjóðs Kópavogs. Með stærri og öflugri
sparisjóði fjölgar möguleikum til framþróunar og sóknar og verður hann betur í
stakk búinn til að takast á við flóknari og viðameiri verkefni en áður. Stærri
og öflugri sparisjóður verður öllum til hagsbóta; viðskiptavinum sem mun
bjóðast fjölbreyttari þjónusta og ráðgjöf; starfsfólki sem mun bjóðast tryggara
starfsumhverfi og auknir möguleikar til starfsþróunar; og stofnfjáreigendum í
góðri ávöxtun stofnfjárbréfa. 

Framsækinn sparisjóður með nýtt nafn
Byr sparisjóður varð til með sameiningu Sparisjóðs vélstjóra og Sparisjóðs
Hafnarfjarðar þann 1. desember 2006 en í kjölfar sameiningar sjóðanna var nýtt
vörumerki og nafn kynnt þann 3. mars sl. Byr sparisjóður er framsækið og
vaxandi fyrirtæki sem býður einstaklingum og fyrirtækjum faglega ráðgjöf og
persónulega þjónustu í fjármálum. Markmiðið er að bæta árangur viðskiptavina og
samfélagsins í heild. Ísland er aðalmarkaðssvæðið með áherslu á
Stór-Reykjavíkursvæðið, en starfsemin fer einnig fram á Norðurlöndum og
meginlandi Evrópu. BYR leggur einnig áherslu á að vera eftirsóknarverður
samstarfsaðili fyrirtækja og góður fjárfestingarkostur. Helstu áherslur í
starfseminni eru: persónuleg og vönduð þjónusta, sérsniðin að þörfum hvers og
eins, skilvirk, hröð og hagkvæm starfsemi og að vera góður og eftirsóttur
vinnustaður. 


Nánari upplýsingar veita Ragnar Z. Guðjónsson og Magnús Ægir Magnússon
sparisjóðsstjórar, sími 575-4000.

Attachments

frettatilkynning_byr_arshlutareikn juni 2007.pdf byr arshlutareikn 300607.pdf