2007


Reikningsskilaaðferðir:

RARIK ohf. er hlutafélag sem stofnað var 1. ágúst 2006 um Rafmagnsveitur
ríkisins. Við stofnun félagsins var skipaður vinnuhópur til að meta eignir
Rafmagnsveitnanna sem skyldi ganga inn í hlutafélagið og gera tillögu að
stofnefnahagsreikningi RARIK ohf. Við þá vinnu var tekið tillit til þess að á
árinu 2007 ber RARIK ohf. að birta reikningsskil sín í samræmi við alþjóðlega
reikningsskilastaðla. Vinnu við innleiðingu staðlanna er enn ekki að fullu
lokið en stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu fyrir árslok. 

Árshlutareikningurinn er gerður samkvæmt íslenskum reikningsskilareglum.

Hálfsársuppgjör RARIK ohf. er fyrsta samstæðuuppgjör fyrirtækisins, en
samstæðan samanstendur af RARIK ohf og Orkusölunni ehf., en hlutur RARIK í
henni er 99,7%. 

Afkoma:
Rekstrartekjur RARIK ohf. samstæðu frá 1. janúar til júníloka 2007 námu 3.479
milljónum kr. 

Hagnaður RARIK ohf. samstæðu frá 1. janúar til júníloka 2007 nam 107 milljónum
kr. 

Samkvæmt efnahagsreikningi 30. júní 2007 námu heildareignir  25.848 milljónum
kr.  Heildarskuldir voru 11.560 milljónir og eigið fé 14.289  milljónir. 

Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins er 55%.

Dótturfélög:
RARIK ohf. á meirihluta í Orkusölunni ehf., sem er nýtt orkusölufyrirtæki og
hefur tekið yfir alla orkusölu RARIK auk 5 virkjana. RARIK á auk þess stóran
hlut í tveimur hlutafélögum, sem stundað hafa undirbúning virkjanaframkvæmda
undanfarin sjö ár. 

Eignarhlutur í Orkusölunni ehf. er 99,7% (1.215,6 milljónir). Eignarhlutur í
Héraðsvötnum ehf. er 50% (30 milljónir) og eignarhlutur í Sunnlenskri orku er
90% (72 milljónir), 

Eignarhlutur í öðrum félögum:
Eignarhlutur RARIK í öðrum félögum er samtals tæpar 1.376 milljónir kr.  Þar af
er hlutur í Landsneti hf.  kr. 1.329 milljónir sem er 24,15% eignarhlutur 

Horfur:
Horfur í rekstri samstæðunnar á seinni hluta ársins eru jákvæðar. Gert er ráð
fyrir að rekstrarafkoman batni á seinni hluta ársins.

Attachments

lykiltolur.pdf arshlutareikningur jan-juni 07.pdf