- Höskuldur Ásgeirsson ráðinn forstjóri


Höskuldur Ásgeirsson rekstrarhagfræðingur hefur verið ráðinn forstjóri Nýsis hf
frá 1. desember n.k. Á sama tíma lætur Sigfús Jónsson af störfum sem
framkvæmdastjóri félagsins en hann hefur verið framkvæmdastjóri þess síðast
liðin 10 ár. Sigfús mun hverfa til starfa erlendis og stýra útrás Nýsis hf í
Bretlandi og víðar ásamt því að sitja í stjórn félagsins. 

Mikill vöxtur í erlendri starfsemi Nýsis hf ásamt vexti hér heima hefur kallað
á fleiri hendur við stjórn félagsins. Það er því okkur mikil ánægja að bjóða
Höskuld velkominn til starfa og væntir stjórn Nýsis hf mikils af hans störfum
fyrir félagið. 

Höskuldur Ásgeirsson er fæddur 1952. Hann lauk fisktæknaprófi frá
Fiskvinnsluskólanum árið 1976, Cand. Oecon. námi frá viðskiptadeild Háskóla
Íslands árið 1981 og rekstrarhagfræðings námi (MBA)  frá Brunel/Henley
Businsess School í Englandi 1989. Höskuldur starfaði við ráðgjöf  og
reikningshald hjá Hagvangi/Hagtölu frá 1980 til 1983. Hann var markaðs- og
sölustjóri Marels hf frá 1983 til 1986. Framkvæmdastjóri  Iceland Seafood í
Frakklandi og í  Bretlandi frá 1987 til 1997 og forstjóri Gelmer-Iceland
Seafood S.A í Frakklandi frá 1997 til 2000. Frá árinu  2000 hefur Höskuldur
starfað sem forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf.  Höskuldur er kvæntur
Elsu Þórisdóttur förðunarmeistara og eiga þau 3 börn en fyrir á Höskuldur einn
son. 

f.h. stjórnar Nýsis hf

Stefán Þórarinsson
Stjórnarformaður
GSM 899 7801