- Icelandair Group kaupir stærsta einkarekna flugfélag Tékklands


Icelandair Group hefur undirritað sammning um kaup á tékkneska flugfélaginu
Travel Service, stærsta einkarekna flugfélagi í Tékklandi. Travel Service rekur
leiguflugsstarfsemi einkum frá Prag og Búdapest og á einnig og rekur
lágjaldaflugfélagið Smart Wings.  Heildarvelta Travel Service á árinu 2006 var
um 18 milljarðar króna (190 milljónir evra). Félagið rekur alls 12 Boeing
737-800 og 737-500 farþegaþotur, flutti um 1,8 milljónir farþega á síðasta ári
og flýgur til fjölda áfangastaða í fjórum heimsálfum. 

Í samningnum felst að Icelandair Group kaupir 50% í félaginu núna, og í það
minnsta 30% á árinu 2008. Samkomulag hefur náðst við núverandi eigendur um
áframhaldandi minnihluta aðkomu að félaginu og stjórnarsetu tengda því. Kaupin
verða fjármögnuð að hluta til með lánsfé sem og úr eigin sjóðum félagsins. 

Eftir kaupin verður áætluð velta Icelandair Group fyrir árið 2007 um 72
milljarðar króna, sem er um 30% aukning frá rekstrarárinu 2006.  Áætlað er að
velta Icelandair Group verði yfir 80 milljarðar króna á ársgrundvelli eftir
kaupin á Travel Service. 

Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group segir: "Þessi kaup eru í samræmi
við stefnu Icelandair Group um vöxt í alþjóðlegu leiguflugi. Við höfum horft
til mið- og austurhluta Evrópu þar sem við teljum okkur eiga erindi með
þekkingu okkar og reynslu. Við keyptum á síðasta ári flugfélagið Latcharter í
Lettlandi, sem gengur mjög vel, og nú tökum við stórt skref áfram í þessa átt.
Okkur hlakkar til að vinna náið með núverandi stjórnendum til þess að tryggja
áframhaldandi velgengni Travel Service.” 

Roman Vik, forstjóri of Travel Service, segir: “Þetta eru frábærar fréttir og
mikil viðurkenning á frábærum árangri stjórnenda og starfsmanna Travel Service
á síðustu árum. Okkur hlakkar til að vinna með Icelandair Group, en stjórnendur
og fyrrverandi eigendur munum halda áfram að vinna fyrir félagið.  Flugfélagið
hefur sterka og vaxandi stöðu á leigu og lágfargjalda mörkuðum í Prag og austur
Evrópu, en hann er bæði áhugaverður og ört vaxandi.  Fyrirtækið starfar á
mörgum sviðum, í leiguflugi, á sviði þjónustuleigu, áætlunarflugi undir sterku
vörumerki, Smart Wings, og hefur nýlega farið af stað með einkaþoturekstur, sem
einnig er ört vaxandi markaður.  Félagið hefur metnaðarfull framtíðarplön sem
sést pöntunum á Boeing 737-900 og Boeing 787 Dreamliner vélum.” 

Behrens Corporate Finance var ráðgjafi Icelandair Group í samningnum. 
Samningurinn fer nú til samþykktar hjá samkeppnisyfirvöldum í Tékklandi. 

Nánari upplýsingar veita Jón Karl Ólafsson forstjóri Icelandair Group í
síma:5050371,Guðjón Arngrímsson upplýsingastjóri í síma:864-5849 eða Sigþór
Einarsson framkvæmdastjóri þróunar-og stefnumótunar í síma: 897-8363