- Lánasjóður sveitarfélaga ohf. yfirtekur rekstur Lánasjóðs sveitarfélaga


Samkvæmt 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða I í lögum um stofnun opinbers
hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006 yfirtekur Lánasjóður
sveitarfélaga ohf. allar eignir, réttindi, skuldir og skuldbindingar Lánasjóðs
sveitarfélaga frá útgáfu starfsleyfis til handa félaginu. 

Með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu þann 19. september 2007 tilkynnti
Fjármálaeftirlitið að þann 14. september 2007 veitti það Lánasjóði
sveitarfélaga ohf., kt. 580407-1100, Borgartúni 30, Pósthólf 8100, 128
Reykjavík, starfsleyfi sem lánafyrirtæki. 

Samkvæmt 4. mgr. nefnds lagaákvæðis skal innköllun til lánardrottna Lánasjóðs
sveitarfélaga eigi gefin út. Greiðslustaður skuldaskjala, sem eru í eigu
Lánasjóðs sveitarfélaga, verður hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. Auglýsing þess
efnis verður birt í Lögbirtingablaðinu. 

Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Þorsteinsson framkvæmdastjóri s. 515 4900