Afkoma á þriðja ársfjórðungi 2007


• Hagnaður Icelandair Group eftir skatta á þriðja ársfjórðungi 2007 var 2.1
milljarðar króna samanborið við 2.5 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. 
• Heildartekjur á þriðja ársfjórðungi 2007 voru 20.0 milljarðar króna en voru
19.5 milljarðar á sama tíma í fyrra og aukast um 3% á milli ára. 
• EBITDAR á þriðja ársfjórðungi 2007 var 5.3 milljarðar króna miðað við 5.5
milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2006. 
• EBITDA á þriðja ársfjórðungi 2007 var 3.7 milljarðar króna en 4.4 milljarðar
króna á sama tíma í fyrra. 
• EBIT fyrir þriðja ársfjórðung 2007 var 2.8 milljarðar króna en 3.7 milljarðar
króna á sama tíma í fyrra. 

• Eignir í lok þriðja ársfjórðungs ársins 2007 námu 69.9 milljörðum króna en
voru 76.6 milljarðar í lok ársins 2006. 
• Eiginfjárhlutfall er 37% í lok þriðja ársfjórðungs 2007 en var 34% í lok
ársins 2006. 
• Handbært fé frá rekstri á fyrstu 9 mánuðunum 2007 var 3.9 milljarðar króna,
en var 6.4 milljarðar króna á sama tíma 2006. 


• Hagnaður Icelandair Group eftir skatta á fyrstu 9 mánuðum ársins 2007 var 1
milljarður króna samanborið við 3.2 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. 
• Heildartekjur á fyrstu 9 mánuðum ársins voru 48.1 milljarðar króna en voru
43.6 milljarðar króna á sama tíma í fyrra og aukast um 11% á milli ára. 
• EBITDAR á fyrstu 9 mánuðunum 2007 var 8.9 milljarðar króna en 8.5 milljarðar
króna á sama tíma 2006. 
• EBITDA á fyrstu 9 mánuðum ársins 2007 var 5.0 milljarðar króna en 5.7
milljarðar króna á sama tíma í fyrra. 
• EBIT var 2.6 milljarðar króna fyrstu 9 mánuðum ársins 2007 en var 3.7
milljarðar króna á sama tíma í fyrra. 


Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group, segir:
"Hagnaður Icelandair Group á þriðja ársfjórðungi 2007 er undir væntingum, en
EBITDA hagnaður ársins 2007 verður einn hinn besti í sögu félagsins, eða um 5.6
milljarðar króna. 

Það er ljóst að við náum ekki markmiði okkar um betri afkomu en á síðasta ári,
sem var besta ár í sögu félagsins frá upphafi. Helstu ástæður eru að
farþegatekjur af auknu framboði í áætlunarflugi dótturfélagsins Icelandair eru
undir áætlun, m.a. vegna sterkrar stöðu íslensku krónunnar og aukins þrýstings
á meðalfargjöld. Sterk staða krónunnar hefur einnig áhrif á útflutning frá
landinu og hefur það haft áhrif á fraktflutninga og verkefnastaða í
fraktleiguflugi var um tíma lakari en gert var ráð fyrir. 

Það eru spennandi tímar framundan hjá félaginu. Icelandair Group er með
kaupunum á Travel Service og Latcharter, tveimur mið-evrópskum flugfélögum í
örum vexti, að styrkja undirstöður félagsins og víkka út starfsemina. Þessi tvö
fyrirtæki skila góðri afkomu, verða með um 23 flugvélar í rekstri á næsta ári
og velta um fjórðungi af heildarveltu samstæðunnar, eða 23-25 milljörðum króna.
Travel Service varð hluti af rekstri Icelandair Group frá 1. október.”

Attachments

icelandair_group_q3_2007_isl.pdf icelandair group hf 30 9 2007-obx_1.pdf