- 9 mánaða uppgjör 2007


Afkoma HB Granda hf. fyrstu níu mánuði ársins 2007

•  Rekstrartekjur fyrstu níu mánaða voru 10.448 mkr, en voru 10.466 mkr árið
   áður. 

•  EBITDA, án söluhagnaðar skipa, var 2.340 mkr (22,4%), en var 2.204 mkr
   (21,1%) á sama tíma árið áður.  Við bætast 609 mkr vegna hagnaðar af sölu
   skipa. 

•  Nettó gengismunur og verðbætur lána voru jákvæð um 1.504 mkr, en neikvæð um
   2.099 mkr árið áður. 

•  Hagnaður fyrstu níu mánaða ársins var 2.605 mkr, en árið áður varð 1.037 mkr
   tap.


Rekstur fyrstu níu mánaða ársins 2007

Rekstrartekjur HB Granda hf. á fyrstu níu mánuðum ársins ársins 2007 námu
10.448 mkr, samanborið við 10.466 mkr á sama tímabili í fyrra. 

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA), án söluhagnaðar skipa, var 2.340
mkr eða 22,4% af rekstrartekjum, samanborið við 2.204 mkr eða 21,1% árið áður. 
Við bætast 609 mkr vegna hagnaðar af sölu Engeyjar að frádregnu tapi af sölu
Sunnubergs.  Rekstrarhagnaður af eigin starfsemi var 2.116 mkr, en var 1.297
mkr á sama tímabili árið áður.  Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru
jákvæð um 1.081 mkr, en neikvæð um 2.630 mkr árið áður.  Munar þar miklu um
gengismun og verðbætur lána, sem voru jákvæð um 1.504 mkr fyrstu níu mánuði
árins 2007, en voru neikvæð um 2.099 mkr árið áður.  Áhrif hlutdeildarfélaga
voru jákvæð um 12 mkr, en um 109 mkr árið áður. Hagnaður fyrir tekjuskatt var
3.208 mkr á móti 1.224 mkr tapi á fyrstu níu mánuðum fyrra árs.  Hagnaður HB
Granda hf. á fyrstu níu mánuðum ársins 2007 nam 2.605 mkr, en árið áður var tap
félagsins 1.037 mkr.

Attachments

hb grandi - frettatilkynning 9 man.pdf hb grandi hf.  arshlutareikningur 300907.pdf