- Tilkynning um tímabundna lokun fyrir rafræna eignaskráningu húsbréfa í flokknum IBH21


Tilkynning um tímabundna lokun fyrir rafræna eignarskráningu húsbréfa í
flokknum IBH21 (2. flokkur 1996) vegna komandi gjalddaga bréfanna 15. janúar 
2008. 

Ítrekun: vinsamlegast skilið strax inn þegar rafvæddum húsbréfum, vegna
útdráttar 15. janúar n.k. 

Ákveðið hefur verið að loka fyrir rafræna eignarskráningu húsbréfa úr
ofangreindum flokki frá og með mánudeginum 7. janúar n.k. og fram að næsta
gjalddaga þeirra.  Verður því einungis hægt að rafrænt eignarskrá bréf úr
þessum flokki  til og með föstudeginum 4. janúar og síðan ekki aftur fyrr en
frá og með mánudeginum 15.október 2007. 

Er þetta fyrirkomulag í samræmi við fyrri lokanir á rafrænni eignarskráningu
húsbréfaflokka og húsnæðisbréfaflokka sem upphaflega voru gefnir út í
pappírsformi og síðan verið teknir til rafrænnar eignarskráningar. 

Er lokun þessi nauðsynleg til þess að hægt verði örugglega að ganga frá
fullnaðarskráningu þeirra bréfa sem búið er að taka til skráningar áður en að
gjalddaga kemur.