-Ársreikningur SP-Fjármögnunar hf. 2007-


Fréttatilkynning 
                                                              Afkoma ársins 2007

                                                                 25. janúar 2008


                      Afkoma SP-Fjármögnunar hf. árið 2007                      


Stjórn SP-Fjármögnunar hf. hefur staðfest ársreikning félagsins fyrir árið 2007.

SP-Fjármögnun hf. er eignaleigufyrirtæki og starfar eftir lögum um              
fjármálafyrirtæki nr. 161/2002.  Félagið er dótturfélag Landsbanka Íslands hf., 
sem á 51,0% hlutafjár, en aðrir hluthafar eru nokkrir sparisjóðir.  Stærsti     
eignahluturinn er í eigu Byrs sparisjóðs sem á 34,5% en aðrir eiga minna en 10% 
hver.                                                                           

Ársreikningur SP-Fjármögnunar hf. er gerður í samræmi við alþjóðlega            
reikningsskilastaðla (IFRS) um árshlutareikninga.                               


--Rekstur SP-Fjármögnunar í samræmi við áætlanir á árinu 2007-- 

* Hagnaður eftir skatta nam um 960 millj. kr á árinu en var 803 milljónir á
  árinu 2006 og er það 19,6% hækkun á milli ára. 

* Hreinar tekjur voru 1.999 millj. kr sem er 32% aukning frá fyrra ári. 

* Rekstrarkostnaður jókst um tæp 19% á milli ára, en kostnaðarhlutfallið hefur 
  aldrei verið lægra og nam 27,4% af hreinum rekstrartekjum á árinu. 


--Efnahagsreikningur rúmir 49 milljarðar-- 

* Efnahagsreikningur félagsins stækkaði um tæplega 11 milljarða á árinu og
  stendur í árslok í 49,2 milljörðum. 

* Útlán og kröfur félagsins námu í árslok tæpum 47,7 milljörðum og hafa hækkað 
  jafnt og þétt á undanförnum árum. 

* Eigið fé SP-Fjármögnunar hf. var í árslok 4.228 millj. kr.  Eiginfjárhlutfall 
  félagsins sem reiknað er samkvæmt 84. gr. laga um fjármálafyrirtæki (CAD 
  hlutfall) er 11,3% en skv. lögum má það ekki vera lægra en 8%. 


--Vanskilahlutföll-- 

* Í árslok 2007 námu vanskil eldri en 30 daga 0,54% af heildarútlánum og höfðu 
  hækkað úr 0,46% í ársbyrjun. 

* Heildarvanskil í árslok eru um 472 millj. kr. en á sama tíma nam 
  virðisrýrnunarreikningur útlána og krafna 1,7% af heildarútlánum eða 815
  millj. kr. 

* Endanlega töpuð útlán á árinu 2007 námu 29 millj. kr., sem jafngildir
  einungis 0,07% af meðalstöðu útlána ársins. 


Afkoma SP-Fjármögnunar hf. á árinu 2007 var mjög góð og í samræmi við áætlanir. 
Mikill vöxtur einkenndi starfsemi félagsins á árinu.  Skipting útlána á milli   
atvinnugreina er vel dreifð og jöfn skipting er á milli útlána til einstaklinga 
og fyrirtækja.  Árið 2008 hefur farið vel af stað og gera áætlanir ráð fyrir að 
árið í heild verði félaginu hagfellt.  SP-Fjármögnun hf. hefur á að skipa       
reynslumiklu og hæfu starfsfólki.  Eigendur eru traustir og er félagið því vel í
stakk búið á komandi misserum til að takast á við þau fjölmörgu                 
viðskiptatækifæri sem eru á markaðnum.                                          
Í stjórn SP-Fjármögnunar hf. eru Þorgeir Baldursson formaður, Elín Sigfúsdóttir,
Guðmundur P.  Davíðsson, Magnús Ægir Magnússon og Ragnar Z. Guðjónsson.         
Framkvæmdastjóri félagsins er Kjartan Georg Gunnarsson.

Frekari upplýsingar veitir Pétur Gunnarsson fjármálastjóri í síma 569-2000,
tölvupóstfang petur@sp.is

Attachments

sp-fjarmognun hf  31 12 2007.pdf lykiltolur_sp_fjarmognun_hf_2007.pdf