Afkoma Glitnis banka fyrir árið 2007


Hagnaður samstæðu 27,7 milljarðar króna eftir skatta
                      Arðsemi eigin fjár 19,3%

Helstu niðurstöður:
*     Hreinar rekstrartekjur jukust um 17,2% milli ára
*     Hagnaður fyrir skatta á fjórða ársfjórðungi nam 3,8 milljörðum
  króna miðað við 10,4 milljarða á þriðja ársfjórðungi
*     Hreinar vaxtatekjur á fjórða ársfjórðungi voru 11,9 milljarðar
  og hækkuðu um 54,6% frá fjórða ársfjórðungi 2006
*     Þóknanatekjur á fjórða ársfjórðungi ársins námu 10,6 milljörðum
  og jukust lítillega frá sama ársfjórðungi í fyrra
*     52% af hagnaði bankans fyrir skatta á árinu 2007 myndaðist af
  starfsemi utan Íslands
*     Hagnaður á hlut var 0,19 krónur á fjórðungnum og 1,86 krónur
  yfir árið samanborið við 2,68 krónur í fyrra
*     Heildareignir voru 2.949 milljarðar en voru 2.246 milljarðar í
  ársbyrjun 2007
*     Eignir í stýringu drógust saman um 6,7% frá fyrri ársfjórðungi,
  vegna sölu hlutar bankans í Glitnir Property Holding, en
  heildarvöxtur yfir árið nam 91% og eru nú 936 milljarðar króna
*     Eiginfjárhlutfall á CAD grunni var 11,2 %, þar af A-hlutfall
  8,1 %

Tíðindi af tímabilinu
*     Tekjur af kjarnastarfsemi traustar, jukust um 36% á milli ára
*     Glitnir hefur skipað sér í fremstu röð á sviði
  hlutabréfamiðlunar á Norðurlöndunum
*     Óhagstæðar markaðsaðstæður hafa neikvæð áhrif á afkomuna á 4
  ársfjórðungi
*     Kostnaðarhlutföll yfir ásættanlegum mörkum, má rekja að hluta
  til einskiptiskostnaðar sem fellur til á 4. ársfjórðungi
*     Traust lausfjárstaða við erfiðar markaðsaðstæður
*     Aukin alþjóðlegur vöxtur byggður á sérþekkingu

Lárus Welding, forstjóri Glitnis.  "Þegar ég lít yfir  afkomutölurnar
er ánægjulegt að sjá svo góðan vöxt í hreinum vaxta- og þóknanatekjum
eins og raun ber vitni.  Þóknanatekjur bankans voru stöðugar á  árinu
og námu samtals um 37,6 milljörðum  króna, sem er um 42% aukning  frá
árinu áður. Ég  er einnig  ánægður að sjá  tekjur af  kjarnastarfsemi
bankans  vaxa  á  nýjan  leik  þar   sem  vöxturinn  nam  um  21%   á
ársgrundvelli auk þess  sem traust útlánasafn  bankans tryggir  okkur
góðar vaxtatekjur á þessu ári.""Markaðssyllur Glitnis, sjávaraútvegur, jarðhiti og þjónustuskip  við
olíuiðnaðinn hafa vaxið sem hluti af lánabók bankans, eða úr 11% árið
2006 í 13% 2007.  Með því að byggja  upp sérþekkingu á þessum  þremur
sviðum erum  við í  raun að  fjárfesta í  framtíðarvexti bankans.  Þá
hefur  Glitnir   einnig   skipað   sér  í   fremstu   röð   á   sviði
hlutabréfamiðlunar á Norðurlöndunum.""Á árinu  2007  hefur Glitnir  fjárfest  í  ytri og  innri  vexti  og
endurspeglast sá  vöxtur  m.a.  í  auknum  kostnaði  í  tengslum  við
samþættingarverkefni, opnun nýrra starfsstöðva auk kostnaðar sem féll
til   vegna   stjórnendaskipta.   Við   höfum   hinsvegar   nú   gert
skipulagsbreytingar  sem   miða  að   því   að  auka   hagkvæmni   og
kostnaðaraðhald og  gera  rekstarábyrgð, ákvarðanatöku  og  boðleiðir
skýrari undir forystu stjórnenda á hverju markaðssvæði fyrir sig.""Markaðsaðstæður síðustu mánaða hafa verið öllum  fjármálafyrirtækjum
erfiðar. Glitnir er  hins vegar  í góðri stöðu  til að  takast á  við
núverandi aðstæður með  yfir 6  milljarða evra í  lausafé og  sterkan
undirliggjandi tekjugrunn. Lánasafnið okkar er áhættudreift og  byggt
á traustum og góðum eignum.""Ég er þess fullviss að þessar áherslur í stefnu Glitnis skapa  okkur
nauðsynlegar undirstöður  fyrir  frekari vöxt  á  öllum  afkomusviðum
bankans", sagði Lárus Welding.


Nánari upplýsingar veita:
Lárus Welding
Forstjóri
sími: 440 4005

Alexander K. Guðmundsson
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs
sími: 440 4656

Vala Pálsdóttir
Forstöðumaður fjárfestatengsla
sími: 440 4989 eða vp@glitnir.is

Reikninga Glitnis er að finna á slóðinni www.glitnir.is.

Attachments

Glitnir Bank Full year 2007 presentation Glitnir Bank Annual accounts 2007 Glitnir banki ars uppgjor 2007 frettatilkynning