Viðbótarupplýsingar og leiðrétting vegna ársreiknings Straums-Burðaráss fjárfestingabanka 2007


7. febrúar 2008
Viðbótarupplýsingar og leiðrétting vegna ársreiknings
Straums-Burðaráss fjárfestingabanka 2007
Í skýringu 47 voru tilgreind laun og hlunnindi þrettán stjórnenda.
Upplýsingar vantaði um Guðmund Þórðarson framkvæmdastjóra
fyrirtækjasviðs og Oscar Crohn framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs. Laun
og hlunnindi Guðmundar á árinu 2007 námu 3.078.900 evrum og laun og
hlunnindi Oscars 588.200 evrum. Skúli Valberg Ólafsson, sem situr í
framkvæmdastjórn, á sölurétt á 10 milljón hlutum. Rétturinn miðast
við gengið 14 ISK og gildir til 20. febrúar 2008. Á listann yfir
stjórnarmenn vantaði James Leitner og nafn Friðriks Hallbjörns
Karlssonar misritaðist.
Villur voru í upplýsingum um hlutabréfaeign stjórnarmanna og
framkvæmdastjóra í árslok. Hið rétta er að James Leitner átti í
árslok 100.000.000 hluti; Guðmundur Kristjánsson 2.300 hluti; Eggert
Magnússon 1.700 hluti; Þórunn Guðmundsdóttir 105.649 hluti; E. Alden
Edmonds 150.000 hluti; Jóhann Páll Símonarson 58.900 hluti og
framkvæmdastjórar 10.828.000 hluti. Hlutur Björgólfs Thors
Björgólfssar í Samson Global Holdings, sem á 3.407.555.158 hluti í
Straumi, er ekki yfir 50%.