Aðalfundur Glitnis banka hf.


Aðalfundur Glitnis banka hf. árið  2008 verður haldinn á Hótel  Sögu,
Súlnasal, miðvikudaginn 20. febrúar 2008 kl. 14.

Dagskrá:

-         Skýrsla stjórnar um starfsemi bankans árið 2007.
-         Endurskoðaðir reikningar bankans fyrir árið 2007.
-         Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á árinu 2007.
-         Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins.[1]
-         Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu bankans.
-         Kosning til stjórnar.
-         Kosning endurskoðunarfélags.
-         Ákvörðun um þóknun til stjórnar fyrir næsta kjörtímabil.
-         Tillaga um framlag í Menningarsjóð Glitnis.
-         Tillaga um heimild til stjórnar til kaupa á eigin hlutum  í
Glitni banka hf.
-         Önnur mál.

Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar  að fundinum  verða afhentir  hluthöfum
eða umboðsmönnum þeirra á fundarstað frá  kl. 13 - 14 á fundardegi.
Afhendingu aðgöngumiða og atkvæðaseðla verður hætt kl. 14.

Framboðsfrestur til stjórnar rennur út miðvikudaginn 13. febrúar 2008
kl.  14.      Framboðum   skal   skila   skriflega   til   forstjóra,
Kirkjusandi.[2]

Dagskrá  fundarins,  endanlegar  tillögur,  ársreikningur  félagsins,
skýrsla stjórnar og skýrsla endurskoðenda liggja frammi hluthöfum til
sýnis á Kirkjusandi  2, 5.  hæð, viku  fyrir aðalfund  hið minnsta.
Þessi gögn verða einnig aðgengileg á www.glitnir.is.


Stjórn Glitnis banka hf.

[1] Gerð er tillaga um að aðalfundur samþykki breytingu á 4. gr.
samþykkta félagsins um heimild stjórnar til hækkunar hlutafjár.

[2] Samkvæmt 2. mgr. 63. gr. a. í lögum nr. 2/1995 um hlutafélög, með
síðari breytingum, skal í tilkynningu  um framboð til stjórnar  gefa,
auk nafns frambjóðanda,  kennitölu og  heimilisfangs, upplýsingar  um
aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun,  reynslu og hlutafjáreign  í
félaginu.  Þá  skal  einnig  upplýsa  um  hagsmunatengsl  við  helstu
viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga
meira en 10% hlut í félaginu.   Form sem frambjóðendur geta haft  til
hliðsjónar vegna þessarar upplýsingagjafar  liggur frammi hjá  ritara
forstjóra.

Attachments

Aalfundur Glitnis banki hf