Afkomutilkynning ársins 2007


Afkoma Icelandair Group árið 2007 og á fjórða ársfjórðungi 2007
•
Heildartekjur ársins 2007 voru 63.5 milljarðar króna en voru 56.1 milljarður
króna 2006 og aukast um 13% á milli ára. Heildartekjur á fjórða ársfjórðungi
2007 voru 15.3 milljarðar króna en voru 12.6 milljarðar á sama tíma í fyrra og
aukast um 22% á milli ára. 
•
EBITDAR árið 2007 var 11.1 milljarður króna en 10.0 milljarður króna árið 2006.
EBITDAR á fjórða ársfjórðungi 2007 var 2.1 milljarður króna miðað við 1.5
milljarða króna á fjórða ársfjórðungi 2006. 
•
EBITDA ársins 2007 var 5.5 milljarðar króna en 6.1 milljarður króna 2006.
EBITDA á fjórða ársfjórðungi 2007 var 515 milljónir króna en 338 milljónir
króna á sama tíma í fyrra. 
•
EBIT var 2.3 milljarðar króna árið 2007 en 3.3 milljarðar króna árið 2006. EBIT
fyrir fjórða ársfjórðung 2007 var neikvætt um 309 milljónir króna en neikvætt
um 394 milljónir króna á fjórða ársfjórðungi 2006. 
•
Hagnaður félagsins eftir skatta árið 2007 var 257 milljónir króna samanborið
við 2.6 milljarða króna hagnað 2006. Tap félagsins eftir skatta á fjórða
ársfjórðungi 2007 var 780 milljónir króna samanborið við 551 milljón króna tap
á sama tíma í fyrra. 
•
Eignir í lok ársins 2007 námu 66.8 milljörðum króna en voru 76.6 milljarðar
króna í lok ársins 2006. 
•
Eiginfjárhlutfall er 37% í lok ársins 2007 en var 34% í lok ársins 2006.
•
Handbært fé frá rekstri árið 2007 var 3.9 milljarðar króna, en var 6.4
milljarðar króna árið 2006. 
•
Á árinu gerði Icelandair Group samning um kaup á tékkneska flugfélaginu Travel
Service. 
•
Í desember var tilkynnt um brotthvarf Jóns Karls Ólafssonar forstjóra frá
félaginu og var Björgólfur Jóhannsson ráðinn í hans stað. 


Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group:

"Afkoma Icelandair Group 2007 er í samræmi við spá okkar sem kynnt var í
nóvember. Rekstrarhagnaður (EBITDA) er tæplega 5.5 milljarðar króna. Fyrirtækin
innan samstæðunnar mynda sterka heild og undirstöður þess eru traustar og
fjölþættar, en fjármagnskostnaður hækkaði verulega á árinu. Ljóst er að afkoma
félagsins þarf að batna, efniviðurinn er til staðar, og ég er bjartsýnn á
framhaldið. 
Góður stígandi var á árinu í rekstri Icelandair, stærsta fyrirtækisins innan
samstæðunnar. Rekstur Icelandair Cargo og Bláfugls, sem bæði starfa á vettvangi
fraktflutninga var undir væntingum, en afkoma Loftleiða-Icelandic var umfram
væntingar. Mikill vöxtur einkenndi starfsemina á árinu 2007, sem var fyrsta
starfsár félagsins eftir skráningu á markað í árslok 2006. 
Starfsemin hefur farið vel af stað á þessu ári. Umtalsverð endurnýjun á
þjónustu Icelandair verður gerð á árinu í tengslum við nýjar innréttingar í
flugflota félagsins. Heldur verður dregið úr framboði Icelandair frá síðasta
ári og lögð áhersla á aðhald í rekstri. Þá verður unnið úr kaupum Icelandair
Group á tékkneska flugfélaginu Travel Service og lögð áhersla á nýtingu
samlegðaráhrifa og frekari vöxt í Mið-Evrópu."

Attachments

icelandair group hf 2007.pdf icelandair group afkoma 2007 og 4 arsfjordungur.pdf