2007


Afkoma ársins 2007

•  Tekjur ársins 5.472,4 mkr. en 5.043,1 mkr. árið 2006.

•  132,7 mkr. hagnaður á árinu, en 23,4 mkr. hagnaður árið áður.

•  EBITDA afkoma var 465 mkr. og hækkar um 83 mkr. frá fyrra ári.

Ársreikningurinn samanstendur af ársreikningi Sláturfélags Suðurlands svf. og
dótturfélagi þess, Reykjagarði hf. sem Sláturfélagið á að öllu leyti. 

Hagnaður samstæðu Sláturfélags Suðurlands á árinu 2007 var 132,7 mkr.  Árið
áður var 23,4 mkr. hagnaður.  Eigið fé Sláturfélagsins er tæpar 1.614 mkr. og
eiginfjárhlutfall samstæðunnar er 36%. 

Rekstrartekjur samstæðu Sláturfélags Suðurlands voru 5.472 mkr. árið 2007, en
5.043 mkr. árið áður og hækka því um 8,5%.  Aðrar tekjur voru 34 mkr en 41 mkr.
árið áður. 

Vöru- og umbúðanotkun var 2.540 mkr. en 2.506 mkr. árið áður.  Launakostnaður
hækkaði um 14%, annar rekstrarkostnaður hækkaði um tæp 14% og afskriftir
hækkuðu um tæp 5%.  Rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var
226 mkr., en 154 mkr. árið áður. 

Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 124 mkr., en voru 159 mkr. árið áður.

Gengistap nam tæpum 9 mkr. samanborið við 90 mkr. árið áður.  Hagnaður af sölu
hlutabréfa var 4 mkr. en 5 mkr. árið áður.  Hlutdeild í afkomu
hlutdeildarfélaga var jákvæð um 25 mkr. en árið áður um 23 mkr.  Hagnaður af
rekstri ársins var 132,7 mkr. en 23,4 mkr. árið áður. 

Veltufé frá rekstri var 338 mkr. árið 2007, samanborið við 365 mkr. árið 2006.  

Heildareignir Sláturfélagsins 31. desember  voru 4.527 mkr. og
eiginfjárhlutfall 36%.  Veltufjárhlutfall var 1,8 árið 2007, en 1,5 árið áður. 

Samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins í mars 2007 var í aprílmánuði greiddur
7,0% arður af B-deild stofnsjóðs alls 13 mkr. og reiknaðir 7,0% vextir á
A-deild stofnsjóðs alls 16 mkr. 

Stjórnin staðfesti endurskoðaðan ársreikning félagsins á stjórnarfundi í dag.

Sláturfélagið birtir upplýsingar um afkomu á sex mánaða fresti í samræmi við
heimildir í reglum félaga á Tilboðsmarkaði Kauphallarinnar. 


Aðalfundur
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn föstudaginn 28. mars n.k. 
Stjórn félagsins mun þar leggja til að greiddur verði 15,86% arður af B-deild
stofnsjóðs, alls 28 mkr. og reiknaðir 10% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild
stofnsjóðs, alls 24 mkr.  Réttur til arðs miðast við lok aðalfundardags. 
Greiðsludagur arðs er 30. apríl n.k. 


Staða og horfur
SS hefur breytt áherslum í kjötiðnaði samfara breyttu neyslumunstri landsmanna
með því að mæta í auknum mæli þörfum mötuneyta og veitingahúsa.  Breytt
matarinnkaup heimila samfara minni tíma til eldamennsku kallar á stöðuga
vöruþróun í tilbúnum réttum og tímasparandi lausnum sem uppfylla þurfa
næringarþörf neytenda. 

Vöxtur í neyslu alifuglakjöts hefur verið mikill á sama tíma og stöðnun hefur
ríkt í neyslu lambakjöts. Með þessa þróun í huga hefur SS aukið enn frekar
áherslu sína með eignarhaldi í tveimur af þrem kjúklingaframleiðslufyrirtækjum
landsins í því skyni að styrkja stöðu sína sem leiðandi matvælafyrirtæki. 

Matvöruhluti innflutningsdeildar hefur aukið hlutdeild sína á markaði enda mörg
vörumerki deildarinnar vel þekkt á heimsvísu.  Sala á tilbúnum áburði til bænda
í samstarfi við Yara í Noregi hefur aukist umtalsvert enda vörugæðin  þekkt
meðal bænda.  Innflutningur á kjarnfóðri er hafin í samstarfi við DLG í
Danmörku sem styrkir enn frekar innflutningshluta félagsins. 

Áburður og kjarnfóður hefur hækkað mjög mikið að undanförnu, í raun meira en
áður hefur þekkst.  Bændur geta ekki tekið á sig þessar miklu hækkanir á
framleiðslukostnaði án þess að til komi hækkun á afurðaverði. Þetta mun því
óhjákvæmilega leiða til hækkunar á matvælum til neytenda á komandi mánuðum. 

Á árinu 2009 mun útflutningsskylda falla niður á dilkakjöti.  Af þessum sökum
ríkir talsverð óvissa um afkomu kjötgreina þegar kemur fram á árið 2009.  
Hækkun á aðföngum bænda til framleiðslu afurða og niðurfelling
útflutningsskyldu eykur þörf fyrir hagræðingu hjá bændum og afurðafyrirtækjum. 
Einnig þarf íslenskur landbúnaður að búa sig undir aukin innflutning samfara
lækkun innflutningstolla á landbúnaðarvörum. 



Fjárhagsdagatal samþykkt á stjórnarfundi 22. febrúar 2008.

Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn föstudaginn 28. mars 2008 á
Laugalandi, Holtum og hefst kl. 15:00. 

Birtingaráætlun: 

• Jan-Jún uppgjör, þann 29. ágúst 2008. 
• Júl-Des uppgjör, þann 20. febrúar 2009. 

Jafnframt er fyrirhugað að halda aðalfund vegna ársins 2008, föstudaginn 27.
mars 2009. 


Nánari upplýsingar veitir Steinþór Skúlason, forstjóri í síma 575 6000

Reykjavík, 22. febrúar 2008
Sláturfélag Suðurlands svf.

Attachments

ss -lykiltolur.pdf ss 12 2007.pdf