Aðalfundur Icelandair Group hf. 2008


Aðalfundur Icelandair Group hf. verður haldinn þriðjudaginn 11. mars 2008  
kl. 16.00 að Hilton Reykjavík Nordica hotel.

Dagskrá:                                                                        

1.    Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á síðastliðnu starfsári. 

2.    Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda 
      lagður fram til staðfestingar. 

3.    Ákvörðun um ráðstöfun tekjuafgangs félagsins, þ.m.t. greiðslu arðs. 

4.    Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins ef borist hafa.

5.    Ákvörðun um tillögu stjórnar um starfskjarastefnu félagsins. 

6.    Ákvörðun um þóknun til stjórnar. 

7.    Kosning stjórnar félagsins. 

8.    Kjör endurskoðenda (endurskoðunarfélags). 

9.    Önnur mál löglega fram borin. 

Framboð til stjórnar skal tilkynna skriflega til stjórnar félagsins,
aðalskrifstofu á Reykjavíkurflugvelli, skemmst fimm dögum fyrir aðalfundinn.  Í
tilkynningunni skal greina nafn frambjóðanda, kennitölu, heimilisfang,
upplýsingar um aðalstarf, önnur 
stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu, hagsmunatengsl við 
helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga    
meira en 10% í félaginu.

Óski hluthafi eftir að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á fundinum skal ósk
hans komið skriflega til aðalskrifstofu félagsins sjö dögum fyrir aðalfund 
 

Reikningar félagsins og tillögur liggja frammi á aðalskrifstofu hluthöfum til   
sýnis viku fyrir fundinn, en verða síðan afhent ásamt fundargögnum til hluthafa 
á fundarstað.                                                                   


	Stjórn Icelandair Group hf.