Glitnir endurskipuleggur starfsemi sína Evrópu


Starfsemi bankans í Kaupmannahöfn flyst til London

Reykjavík/Kaupmannahöfn - fimmudag 28. febrúar 2008 -  Ákveðið  hefur
verið að  loka  skrifstofu Glitnis  í  Kaupmannahöfn. Með  þessu  mun
bankinn flytja stærstan hluta  núverandi starfsemi sinnar í  Danmörku
til London og í höfuðstöðvar bankans á Íslandi. Breytingin er liður í
því að  skerpa  áherslur  bankans  í  Evrópu  og  ná  fram    aukinni
 kostnaðarsamlegð og hagræði í starfsemi bankans. Skrifstofa  Glitnis
í London leiðir starfsemi bankans í Bretlandi og á meginlandi Evrópu.

Á skrifstofu bankans í Danmörku starfa um 17 manns en starfsemin snýr
að mestu að alþjóðlegum umsvifum  bankans. Sú starfsemi flyst nú  til
London og Íslands og mun  bankinn þjóna dönskum viðskiptavinum  sínum
þaðan.  Í  núverandi  markaðsástandi  leggur  bankinn  áherslu  á  þá
meginstefnu að byggja frekar upp  bankastarfsemi sína í Noregi og  að
bjóða upp á tengda fjármálaþjónustu á Norðurlöndunum.  Ennfremur  mun
bankinn auka áherslu á  þjónustu við alþjóðlega  kjarnaviðskiptavini,
sérstaklega innan markaðssyllna  bankans, sjávarafurða og  jarðvarma,
en Glitnir hefur leiðandi stöðu á þeim sviðum í krafti reynslu sinnar
og sérþekkingar.

Eins fram hefur komið mun Glitnir  skerpa áherslur í rekstri sínum  á
þessu ári og beina kröftunum að kjarnastarfsemi sinni.

Starfsemi Nordic Total  Capital teymis  bankans, sem  sérhæfir sig  í
samþættri  yfirtökufjármögnun  (e.   integrated  finance  buyout)   á
Norðurlöndunum,  mun   starfa   áfram  í   Danmörku   sem   sjálfstæð
starfseining.



Nánari upplýsingar:

Már Másson, forstöðumaður kynningarmála, sími 844-4990, netfang:
mar.masson@glitnir.is

Vala Pálsdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla, sími: 844-4989,
netfang: vala.palsdottir@glitnir.is