Moody's lækkar lánshæfiseinkunn Glitnis í A2, fjárhagslegan styrkleika í C- og metur horfur lánshæfiseinkunna stöðugar


Reykjavík 28. febrúar 2008 - Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's lækkaði
í dag fjárhagslegan styrkleika Glitnis frá C í C- og langtíma einkunn
Glitnis í A2 frá Aa3. Skammtímaeinkunn bankans var staðfest. Moody's
telur horfur lánshæfiseinkunnar stöðugar. Breytingar á
lánshæfiseinkunn eru gerðar í kjölfar þess að einkunnir bankans voru
teknar til endurskoðunar þann 30. janúar s.l.

Á einu ári hefur Moody's breytt mati sínu á Glitni fjórum sinnum:

1.      Febrúar 2007: Fjárhagslegur styrkleiki lækkaður úr C+
(neikvæðar horfur) í C (stöðugar horfur).
2.      Febrúar 2007: Mat á langtímaeinkunn hækkuð úr A1 í Aaa vegna
breyttrar aðferðafræði Moody's.
3.      Apríl 2007: Mat á langtímaeinkunn lækkað úr Aaa í Aa3 vegna
lagfæringa á aðferðafræði Moody's.
4.      Febrúar 2008: Fjárhagslegum styrkleika breytt úr C í C- og
langtímaeinkunn úr Aa3 í A2."Þessi langtímaeinkunn, A2, er þolanleg og við vonum að með sé
þessari 12 mánaða óvissuferð Moody's lokið. Lánshæfiseinkunn okkar
hefur breyst frá A1 í Aaa í Aa3 í A2 á rétt um ári og það er augljóst
að Moody's þarf að ná stöðugleika í einkunnargjöf sinni," segir
Ingvar H. Ragnarsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Glitnis. "Þar
sem markaðir hafa alltaf litið á Glitni sem A-banka geri ég ráð fyrir
að markaðurinn taki þessum fréttum með ró."

Við viljum vekja athygli því sem fram kemur um lausafjárstöðu Glitnis
í tilkynningu Moody's:

After carrying out comprehensive stress tests, Moody's has  concluded
that Glitnir's  liquidity profile  is sound.  Although the  bank  has
large repayments  due in  2008, its  alternative liquidity,  both  on
balance sheet  and in  the form  of committed  back-up lines,  should
cover these, said Kimmo Rama, lead analyst for Glitnir at Moody's.

Þetta endurspeglar þá staðreynd að staða Glitnis er traust og að
lausafjárstaða bankans er góð með yfir 7 milljarða evra í lausafé til
þess að mæta minna en 2,5 milljarða gjaldaga lána það sem eftir er
ársins 2008.


Þá segir Moody's ennfremur um lánasafn bankans:

Moody's conducted stress tests on Glitnir's loan portfolio subjecting
it to different default, asset growth and revenue assumptions as well
as scenarios in  which problem loans  increased sharply. These  tests
showed that Glitnir can withstand significant downward pressure."Glitnir er í sterkri stöðu í grundvallaratriðum", segir Alexander K.
Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Glitnis.  "Undirliggjandi
svæðisbundin áhætta  Glitnis  er að  stórum  hluta tengd  tveimur  af
ríkustu þjóðum heims, Íslandi og Noregi. Báðar þjóðir eru vel  settar
og efnahagur þeirra byggir að miklu leyti á atvinnugreinum á borð við
orku  (olíu,  jarðhita),  sjávarútveg  og  álframleiðslu.  Þetta  eru
greinar sem ekki hafa  orðið fyrir beinum áhrifum  af því umróti  sem
verið hefur á lána- og hlutabréfamarkaði. Að auki er Glitnir leiðandi
banki á sviði sjávarútvegs og  jarðhita. Þetta eru greinar sem  verða
ekki  fyrir  beinum  áhrifum  af  því    umróti  sem  verið  hefur  á
fjármálamörkuðum undanfarið heldur jafnvel  þvert á móti. Glitnir  er
þannig vel staðsettur með tilliti til landsvæða og atvinnugreina".


Nánari upplýsingar::

Alexander K. Gudmundsson, framkvæmdastjóri áhættu og fjárstýringar.
S: 440 4500, netfang: alexander.gudmundsson@glitnir.is

Ingvar H. Ragnarsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar, s. 440 4665,
844 4665 og netfang: ingvar.ragnarsson@glitnir.is.

Vala Pálsdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla, s. 440-4989,
844-4989 og netfang: vala.palsdottir@glitnir.is.

Attachments

Moodys on Glitnir 080228