2007


Félagsbústaðir, sem eru hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar,  eiga og reka
félagslegt leiguhúsnæði sem úthlutað er af Velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
Markmið félagsins er að starfa í þágu almenningsheilla og skal rekstur þess
vera sjálfbær 

Rekstur og afkoma
Leigutekjur Félagsbústaða á árinu 2007  námu 1.721 millj.kr., sem er 9% aukning
tekna frá árinu á undan. Hækkunin skýrist annars vegar af hækkun leigu samkvæmt
neysluverðsvísitölu og hins vegar af fjölgun íbúða í útleigu á árinu. 
 
Tap varð á rekstri félagsins á árinu 2007  fyrir matsbreytingu og söluhagnað
fjárfestingaeigna að fjárhæð 567 millj.kr. miðað við 458 millj.kr. tap árið á
undan. Þegar hins vegar tekið er tillit til matsbreytinga og söluhagnaðar
fjárfestingaeigna nemur hagnaður af rekstri félagsins 2.261 millj.kr. á árinu
2007 miðað við 836 millj.kr. hagnað árið áður. 

Efnahagur
Fjárfestingaeignir Félagsbústaða hf. eru færðar á gangverði í samræmi við
hækkun fasteignamats eigna í lok árs og nam bókfært verð þeirra 31.404
millj.kr. í árslok 2007 og hafa hækkað um 19% frá fyrra ári. Eigið fé félagsins
nam 14.303 millj.kr. að meðtöldu 2.220 millj.kr. hlutafé borgarsjóðs.
Eiginfjárhlutfall Félagsbústaða  var 45% í árlok 2007 eða óbreytt frá árinu á
undan. 

Rekstur Félagsbústaða skilaði 251 millj.kr. hreinu veltufé á árinu 2007.
Handbært veltufé frá rekstri nam 319 millj.kr. samanborið við 287 millj.kr.
árið áður. 


Kaup og sala íbúða
Á árinu 2007 voru keyptar 112 íbúðir víðsvegar um borgina og seldar 12 og
fjölgun íbúða því 100 á árinu.  Félagsbústaðir áttu 2063 íbúðir í árlok 2007 
þar af 1767 leiguíbúðir og 296 þjónustuíbúðir fyrir aldraða ásamt tilheyrandi
þjónusturýmum. 

Horfur
Í árslok 2007 nam leiguíbúðaeign Félagsbústaða 15 íbúðum á hverja 1000 íbúa í
borginni og hefur sú viðmiðun nær tvöfaldast frá stofnári félagsins 1997. Á
komandi árum fram til 2011 er áætluð að fjölga íbúðum félagsins um 100 árlega
eða í 2170 íbúðir sem nemur 18 íbúðum á hverja 1000 íbúa miðað við
mannfjöldaspá í Reykjavík.

Attachments

felagsbustair arsr 2007 us kr  m  skyrslu.pdf felagsbustair - lykiltolur 2007.pdf