Leiðrétting - Aðalfundur Atorku Group hf. - Frétt birt 2008-02-29 17:36:51 CET


Aðalfundur Atorku Group hf. verður haldinn á Hilton Reykjavik
Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, þriðjudaginn 11. mars 2008
kl.17:00.

Dagskrá:
1.   Skýrsla stjórnar um liðið starfsár.
2.   Ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram
til staðfestingar.
3.   Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.
4.   Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á liðnu
reikningsári.
5.   Tillaga um heimild til stjórnar um kaup á eigin bréfum
félagsins.
6.   Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu Atorku Group hf.
7.   Tillögur til eftirfarandi breytinga á samþykktum félagsins, ef
borist hafa.
            Aðalfundur Atorku Group hf. samþykkir eftirfarandi
breytingu á 1. málslið 1. mgr. 4. gr. if. samþykkta félagsins.
            Stjórn félagsins er heimilt að ákveða hlutafé þess í
evrum í stað íslenskra króna.
8.   Kosning stjórnar félagsins skv. 17. grein samþykkta.
9.   Kosning endurskoðenda félagsins skv. 24. grein samþykkta.
10. Önnur mál.

FRAMBOÐ TIL STJÓRNAR
Framboðsfrestur til  stjórnar rennur  út kl.  17:00 miðvikudaginn  5.
mars 2008. Framboðum  skal skila skriflega  til skrifstofu  forstjóra
Atorku Group hf. Hlíðasmára 1,  Kópavogi, fyrir þann tíma. Þar  skulu
koma fram  þær upplýsingar  um  viðkomandi frambjóðanda  sem  íslensk
hlutafélagalög gera  ráð  fyrir.  Upplýsingar  um  frambjóðendur  til
stjórnar  félagsins  munu  liggja   frammi  hluthöfum  til  sýnis   á
skrifstofu félagsins eigi síðar en þremur dögum fyrir hluthafafund.
Tillögur frá  hluthöfum, sem  bera  á fram  á aðalfundi,  skulu  hafa
borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en sjö dögum
fyrir  aðalfund.  Dagskrá,   endanlegar  tillögur  og   ársreikningur
félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda munu liggja frammi á skrifstofu
félagsins að Hlíðasmára 1, Kópavogi, hluthöfum til sýnis, fimm  dögum
fyrir aðalfund. Þessi gögn  verða einnig aðgengileg á  www.atorka.is.
Atkvæðaseðlar og  önnur fundargögn  verða afhent  við innganginn  við
upphaf fundarins.

Stjórn Atorku Group hf.

Attachments

sja auglysingu i vihengi