2007


Stjórn Opin Kerfi Group hf hefur gengið frá ársreikningi félagsins fyrir
tímabilið 1.janúar - 31.desember 2007 og hefur hann fengið fyrirvaralausa
könnunaráritun löggiltra endurskoðenda þess.  Árshlutareikningurinn er gerður í
samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla IFRS. 


Opin Kerfi Group hf 
Heildarvelta Opin Kerfi Group á árinu 2007 var 10.875 milljónir króna,
samanborið við 13.100 milljónir króna árið 2006 þar af nemur hlutdeild
aflagðrar starfsemi 2.432 milljónum króna á árinu 2007 og 3.248 milljónum króna
á árinu 2006. Í október sendi félagið alla eignarhluti sína í Opin kerfi ehf.
og eftir það eiga allar tekjur þess uppruna sinn í erlendri starfsemi félagsins
en árinu áður var það hlutfall í kringum 75%.   Rekstrarniðurstaða fyrir
afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var neikvæð um 155 milljónir króna
samanborið við 150 milljónir í hagnað árið áður.  Forráðamenn félagsins gera
ráð fyrir að rekstur félagsins verði töluvert betri á yfirstandandi ári en á
árinu 2007. 

Hagnaður samstæðunnar eftir skatta og óreglulega starfssemi var 169 milljónir
króna á tímabilinu en var á fyrra ári 76 milljónir króna.  Eiginfjárhlutfall
félagsins er 43,7% og arðsemi eigin fjár 9,0% sem er hærra en á fyrra ári. 
Fjöldi starfsmanna var á fyrri hluta ársins um 470 en er eftir sölu Opin Kerfi
ehf á seinni helmingi ársins um 330 starfsmenn. 

Dótturfélög 
Opin Kerfi Group hf samanstendur í dag af móðurfélaginu, tveimur
eignarhaldsfélögum og tveimur rekstrarfélögum sem eru Kerfi AB í Svíþjóð og
Kerfi A/S í Danmörku.  Á seinni helmingi ársins var rekstrarfélagið Opin Kerfi
ehf á Íslandi selt frá móðurfélaginu og er ekki lengur hluti af Opin Kerfi
Group hf. 

Kerfi AB 
Velta Kerfi AB í sænskum krónum talin hefur lækkað úr 716mkr í  645mkr.  EBIDTA
lækkaði verulega milli ára  eða úr 14.7m SEK í -2,8m.  Hér ræður helst skipti
um forstjóra á árinu en af því hlaust töluverður kostnaður en ekki tókst að
skera niður kostnað til samræmis við minnkandi veltu stórra viðskipavina
félagsins. 

Horfur í Svíþjóð eru að tekjurnar muni aukast á árinu og er unnið að lækkun
kostnaðar og endurskipulagningar í rekstri.  Horfur er á að afkoman verði mun
betri í ár.  Stoðir félagsins voru styrktar með auknu framlagi frá móðurfélagi. 

21.nóvember 2007 tók nýr forstjóri, Harri Kahkonen, til starfa.

Kerfi A/S
Velta Kerfi A/S hefur lækkað milli ára og er nú 2.394 milljónir króna en var á
sama tímabili í fyrra 3.025 milljónir.  EBITDA er neikvæð um 76milljónir króna
en var á sama tímabili í fyrra jákvæð um 25milljónir.  Miklar breytingar voru
hjá fyrirtækinu á árinu, forstjórinn Carsten Egeberg sagði upp í júlí og kemur
til með að starfa fyrir keppinaut nú þegar skyldum hans við fyrirtækið lýkur. 
Á tímabilinu fram til 1.febrúar gegndu 3 forstöðu í fyrirtækinu til skamms tíma
eða allt þar til núverandi forstjóri var ráðinn hinn 1.febrúar sl. 

Gert er ráð fyrir betri afkomu í Danmörku á árinu og unnið er að stefnumótun og
endurskipulagningu fyrirtækisins. 

Móðurfélagið styrkti stoðir félagsins með auknu framlagi á árinu.

Forstjóri Kerfi A/S ráðinn 1.febrúar 2008, er Steen Louis Reinholdt

Attachments

okg arsr_31 12 2007 .pdf frettatilkynning opin kerfi group hf v 2007.pdf