- Ársreikningur 2007


•  Rekstrartekjur ársins voru € 46,4 milljónir (4.317mkr.), en voru € 45,0
   milljónir (3.788 mkr.) árið áður. 

•  Rekstrarhagnaður (EBIT), án annarra tekna og gjalda, var € 3,4 milljónir
   (318mkr.) en var € 3,2 milljónir (269mkr.) árið áður. 

•  Aðrar tekjur og gjöld voru samtals € 1,1 milljón (102mkr.) til tekna sem er
   sama fjárhæð og árið áður (95mkr.). 

•  Hlutdeild í hagnaði HB Granda hf., sem fært er í ársreikninginn, nam € 1,9
   milljónum (176mkr.) en hlutdeild í tapi var árið áður € 2,2 milljónir
   (186mkr.). 

•  Fjárliðir samtals voru € 0,3 milljónir (27mkr.) til tekna en voru € 5,2
   milljónir (436mkr.) til gjalda árið áður.
 
•  Hagnaður ársins var € 3,7 milljónir (345mkr.), en tap nam € 0,7 milljónum
   (58mkr.) árið áður. 


Rekstur ársins 2007
  
Söluaukning ársins er vegna innri vaxtar þar sem engar umtalsverðar breytingar
urðu á félögum innan samstæðunnar á síðasta ári.   Söluaukningin var mest hjá
dótturfélagi í Noregi í sölu vara úr ofurefnum, mest til olíuiðnaðar. 
Samdráttur var í tekjum dótturfélags á Nýja Sjálandi og hjá Fjarðanetum á
Íslandi. 

Rekstrarhagnaður (EBIT), án annarra tekna og gjalda, nam € 3,4 milljónum, eða
7,4% af tekjum ársins, samanborið við 7,1%,  6,3% og 4,7% árin 2006, 2005 og
2004. 

Aðrar tekjur og gjöld námu € 1,1 milljón sem er sama fjárhæð og árið áður.    

Vegna gengisþróunar urðu fjárliðir hagstæðir á sl. ári og námu þeir að
meðtaldri hlutdeild í afkomu HB Granda hf. € 0,3 milljónum til tekna,
samanborið við gjaldfærslu árið áður að upphæð € 5,2 milljónir. 

Hagnaður ársins var € 3,7 milljónir en tap var € 0,7 milljónir árið áður.  


Efnahagur

Heildareignir voru € 77,3 milljónir í árslok.  Skuldir námu € 42,4 milljónum og
lækka um € 0,1 milljón frá fyrra ári.   Eigið fé nam € 34,9 milljónum, en af
þeirri upphæð eru € 5,7 milljónir hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga. 

Hlutfall eigin fjár, þegar hlutdeild minnihluta er meðtalin með eigin fé, var í
árslok 45% af heildareignum samstæðunnar. 


Jón Guðmann Pétursson, forstjóri:  
Á árinu 2007 naut félagið þeirrar hagræðingar að hafa sameinað grunnframleiðslu
sína hjá dótturfélagi í Litháen.   Þar starfa nú ríflega helmingur starfsmanna
samstæðunnar eða liðlega 300 starfsmenn er sinna framleiðslu á garni, netum,
köðlum, vörum úr ofurefnum og samsetningu.  Aðrir starfsmenn samstæðunnar
starfa hjá móðurfélaginu og dótturfélögum víða um heim er hvert sinnir
afmörkuðum mörkuðum í veiðarfærum utan dótturfélags í Noregi sem sinnir alfarið
sölu á vörum úr ofurefnum í aðrar greinar en sjávarútveg. 

Á síðasta ári hófst bygging höfuðstöðva móðurfélagsins á Skarfabakka í
Reykjavík en um er ræða skrifstofur og 5 þús. fermetra húsnæði undir lagera og
netaverkstæði félagsins.   Verklok eru áætluð í sumar. 

Aðstæður í sjávarútvegi eru víða erfiðar og búist er við tekjusamdrætti hjá
samstæðunni á þessu ári.   Áætlun ársins 2008 gerir ráð fyrir að
rekstrarhagnaður samstæðunnar (EBIT), án annarra tekna og gjalda, verði nokkru
minni en á sl. ári.  Áfram verður unnið í hagræðingu starfseminnar og áhersla
lögð á þróun og sölu vara úr ofurefnum, bæði innan sjávarútvegs og utan. 

Aðalfundur

Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn í fundarsal að Flatahrauni 3,
Hafnarfirði, föstudaginn 14. mars og hefst kl 16:00. 

Fyrir fundinum liggja tillögur stjórnar um heimild félagsins til kaupa á eigin
hlutum og um greiðslu 10% arðs til hluthafa, sem komi til greiðslu í viku 18. 
Arðgreiðslur miðast við skráða eignarhluta í lok aðalfundardags. 



Ársreikningurinn er á heimasíðu Hampiðjunnar hf.,  www.hampidjan.is.

Attachments

hampijan 2007.pdf hampijan - lykiltolur.pdf