(Orkuveita Reykjavikur) 6,5 milljarða rekstrarhagnaður samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur á árinu 2007



Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2007 var samþykktur og
undirritaður á fundi  stjórnar fyrirtækisins  í dag,  13. mars  2008.
Helstu niðurstöður úr honum eru þessar.

Rekstur Orkuveitu Reykjavíkur skilaði 6.516 milljóna króna hagnaði  á
árinu samanborið við 579 milljóna króna tap árið áður.

Rekstrartekjur ársins  námu 21.364  milljónum  króna en  voru  18.101
milljón króna árið áður.

Hagnaður fyrirtækisins  fyrir  afskriftir, fjármagnsliði  og  skatta,
EBITDA, var  9.914 milljónir  króna  samanborið við  8.550  milljónir
króna árið áður.

Fjármagnsliðir voru jákvæðir  um 4.055  milljónir króna  á árinu,  en
voru neikvæðir um 7.358 milljónir króna á árið 2006.

Heildareignir í  árslok  2007  voru 191.491  milljón  króna  en  voru
140.013 milljónir króna í árslok 2006.

Eigið fé  í árslok  2007 var  88.988 milljónir  króna en  var  69.359
milljónir króna í árslok árið 2006.

Heildarskuldir félagsins í árslok  2007 voru 102.503 milljónir  króna
samanborið við 70.655 milljónir króna í árslok 2006.

Eiginfjárhlutfall var 46,5% í árslok 2007 en var 49,6% í árslok 2006.


Með nýjum  lögum  nr.  50/2005  um  skattskyldu  orkufyrirtækja  varð
fyrirtækið skattskylt  í  samræmi við  2.  gr. Laga  nr.  90/2003  um
tekjuskatt. Lögin koma  til framkvæmdar við  álagningu tekjuskatts  á
árinu 2007 vegna tekna á árinu  2006. Sá hluti starfsemi OR er  lýtur
að  rekstri  vatnsveitu   og  fráveitu  er   þó  áfram   undanskilinn
tekjuskatti.

Langtímaskuldir  OR   eru  að   stærstum  hluta   í  erlendri   mynt.
Gengishagnaður Orkuveitu Reykjavikur af langtímaskuldum og framvirkum
gjaldmiðlasamningum nam 2.580 milljónum króna á árinu. Gengisvísitala
í árslok 2007 var 120,0 en var 127,9 í árslok 2006.

Ársreikningurinn er nú gerður í fyrsta sinn í samræmi við  alþjóðlega
reikningsskilastaðla (IFRS),  og  hefur  samanburðarfjárhæðum  ársins
2006 verið breytt til samræmis.  Breytingin hefur þau heildaráhrif  á
eigið fé,  að bókfært  eigið  fé í  ársbyrjun  2007 hækkar  um  2.688
milljónir króna, úr 66.670 milljónum í 69.359 milljónir króna.  Megin
skýringin er sú að innbyggðar afleiður í raforkusölusamningum eru  nú
færðar í reikningsskil fyrirtækisins.

Horfur:
Horfur eru góðar um rekstur Orkuveitu Reykjavíkur á árinu 2008.
Umsvif fara vaxandi og fjárfestingar eru miklar. Stærsta einstaka
verkefnið er bygging nýrrar virkjunar á Hellisheiði sem stóreykur
eigin orkuvinnslugetu fyrirtækisins, og hafa tveir fyrstu áfangar
hennar þegar verið teknir í notkun.

Orkuveita Reykjavíkur
Allar tölur eru í millj.
kr.                                   SAMSTÆÐA
                               IFRS                 IS-GAAP
Rekstrarreikningur         2007     2006     2005     2004     2003

Rekstrartekjur             21.364   18.101   14.728   13.184   12.006
Rekstrargjöld            (11.449)  (9.551)  (8.188)  (8.054)  (7.715)
Rekstrarhagn. f. afskr.
(EBIDTA)                    9.914    8.550    6.540    5.130    4.291
Afskriftir                (5.538)  (4.504)  (3.237)  (3.206)  (3.553)
Fjármunatekjur og
(fjármagnsgjöld)            4.055  (7.358)    1.067    1.741      487
Áhrif hlutdeildarfélaga     (121)    (112)
Hlutdeild millihluta í
afkomu dótturft.                               (12)        5       28
Hagnaður (tap) fyrir
skatta                      8.310  (3.425)    4.370    3.666    1.226
Tekjuskattur              (1.794)    2.846                         26
Hagnaður ársins             6.516    (579)    4.359    3.671    1.279

Skipting hagnaðar
Eigendur
móðurfyrirtækisins          6.509    (614)    4.370    3.666    1.251
Hlutdeild minnihluta            7       35     (12)        5       28
Hagnaður (tap)
tímabilsins                 6.516    (579)    4.359    3.671    1.279

Handbært fé frá rekstri     7.395    6.620    5.180    4.601    3.577



Efnahagsreikningur       31.12.07 31.12.06 31.12.05 31.12.04 31.12.03

Fastafjármunir            183.097  135.791   84.435   71.579   66.894
Veltufjármunir              8.394    4.222    3.604    2.651    2.862
Eignir                    191.491  140.013   88.039   74.230   69.755

Eigið fé                   88.988   69.359   48.298   42.002   39.699
Langtímaskuldir og
skuldbindingar             93.205   61.583   35.025   27.189   27.175
Skammtímaskuldir            9.298    9.072    4.717    5.039    2.715
Eigið fé og skuldir       191.491  140.013   88.039   74.230   69.590

Kennitölur:
   Veltufjárhlutfall         0,90     0,47     0,76     0,53     1,05
   Eiginfjárhlutfall        46,5%    49,6%    54,9%    56,5%    56,9%


Áréttað er að á bak við tölur áranna 2003-2005 standa aðrar
reikningsskilaaðferðir en 2006 og 2007.

Nánari upplýsingar veitir Hjörleifur  B. Kvaran, forstjóri  Orkuveitu
Reykjavíkur, í síma 516-6000.

Attachments

Arsreikningur Orkuveitu Reykjavikur 2007