Leiðrétting - Hlutafjárútboð NÝHERJA 17. - 25. mars 2008 - Frétt birt 2008.03.14:15:27:45


Leiðrétt tilkynning.

Á aðalfundi Nýherja hf. þann 25. janúar 2008 var samþykkt að breyta samþykktum
félagsins þar sem stjórn félagsins er heimilt að auka hlutafé félagsins um allt
að kr. 65 milljónir sem verði ráðstafað þannig að allt að kr. 25 milljónum
verði ætlað til greiðslu fyrir hlutafé í TM Software hf. og allt að kr. 40
milljónum verði ætlað til sölu til núverandi hluthafa og starfsmanna innan
Nýherjasamstæðunnar. Stjórn félagsins hefur ákveðið að nýta þessa heimild og
auka hlutafé félagsins um kr. 45 milljónir á genginu 22,0. Þar af  verða
15.902.553 hlutir nýttir sem greiðsla til seljenda TM Software hf. og
29.097.447 hlutir ætlaðir til sölu til núverandi hluthafa og starfsmanna
samstæðunnar. 

Hlutafjárútboðið hefst kl. 9:00 mánudaginn 17. mars og stendur til
þriðjudagsins 25. mars kl. 10:00. Niðurstöður útboðsins verða birtar
opinberlega fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 26. mars. Áskriftarréttur hluthafa
verður hlutfallslegur miðað við hlutafjáreign eins og hún var skráð í hlutaskrá
Nýherja hf. í lok dags fimmtudaginn 13. mars 2008. Gjalddagi er 28. mars 2008. 

OMX ICE tekur hlutina til viðskipta eigi síðar en 3. apríl 2008.
Leiðrétt tilkynning.


Hluthöfum er heimilt að skrá sig fyrir færri eða fleiri hlutum en þeir eiga
forkaupsrétt á. Þeim hlutum sem ekki verður ráðstafað í samræmi við
framangreint verður útdeilt í hlutfalli við hlutafjáreign til þeirra sem óska
eftir fleiri hlutum en þeir eiga forkaupsrétt á samkvæmt lýsingu. 

Hverjum og einum starfsmanni samstæðunnar sem eru í starfi 14. Mars 2008 býðst
að kaupa annað hvort 5.000 eða 10.000 hluti. Sama útboðstímabil er fyrir
starfsmenn og hluthafa. Verði umframáskrift á hlutum til starfsmanna lækkar
fjöldi hluta sem þeir hafa skráð sig fyrir í samræmi við hlutfallslegt vægi
umframáskriftar. 

Sparisjóður Mýrarsýslu er umsjónaraðili útboðs.  Rafræn útgáfa lýsingarinnar er
birt á vefsíðu útgefanda, www.nyherji.is, auk þess er hún aðgengileg á vefsíðu
umsjónaraðila www.spm.is, og á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is.
Einnig má nálgast lýsinguna á skrifstofu útgefanda í Borgartúni 37, 105
Reykjavík og á skrifstofu Sparisjóðs Mýrasýslu að Digranesgötu 2, 310
Borgarnesi frá 14. - 26. mars 2008. 

Lýsing þessi er gild í 12 mánuði frá útgáfudegi og aðgengi að henni verður
tryggt í þann tíma.