Glitnir hefur viðskiptavakt með sérvarin skuldabréf bankans



Glitnir banki hf. hefur skuldbundið sig til að annast viðskiptavakt
með útgefnum sérvörðum skuldabréfum (e. Covered Bonds) bankans. Í því
felst að setja fram daglega kaup- og sölutilboð í bréfin, áður en
markaður er opnaður, að lágmarki 100.000.000,- króna að nafnverði.
Hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum skal ekki vera meiri en 0,5%.

Glitnir banki hf. mun endurnýja tilboð sitt innan 10 mínútna frá því
að því hefur verið tekið. Eigi viðskiptavakt Glitnis viðskipti á
einum degi fyrir 500 m.kr. að nafnvirði er honum heimilt að víkja frá
hámarksmun kaup- og sölutilboða.

Eigi Glitnir banki hf. á einhverjum tímapunkti þriðjung eða meira af
útistandi fjárhæð flokksins áskilur bankinn sér rétt til að hætta að
leggja fram kauptilboð. Ef bankinn á ekki bréf áskilur hann sér rétt
til að leggja ekki fram sölutilboð.

Viðskiptavaktin gildir frá og með þriðjudeginum 25. mars 2008.