- Niðurstöður í hlutafjárútboði


Útboð á nýju hlutafé í Nýherja hf. hófst 17. mars og  lauk í gær 25. mars. 
Hluthöfum félagsins og starfsmönnum var boðið að kaupa 29.097.447 hluti á
genginu 22 kr. fyrir hvern hlut og var heildarsöluverð útboðsins því kr.
640.143.836.  81 hluthafi og starfsmenn hafa skráð sig fyrir allri upphæðinni,
sem í boði var.  Meðal nýrra hluthafa eru 45 starfsmenn Nýherja hf. og
dótturfélaga og verða nú 9,4% heildarhlutafjár í eigu starfsmanna félagsins.
Starfsmenn skráðu sig fyrir 385.000 hlutum í útboðinu.  Ekki kom til skerðingar
vegna umframeftirspurnar í útboðinu. 

Gjalddagi útboðsins er föstudaginn 28. mars 2008.  Nýherji mun gefa út hlutafé
að nafnverði 45 milljónir, en af því verða 15.902.553 hlutir nýttir sem
greiðsla til fyrrum eigenda TM Software hf, en 29.097.447 hlutir hafa nú verið
seldir núverandi hluthöfum og starfsmönnum samstæðunnar.  Stefnt er að því að
hækka hlutafé Nýherja hf. og skrá hina nýja hluti í Verðbréfaskráningu Íslands
eigi síðar en 1. apríl 2008 og töku þeirra til viðskipta í OMX Kauphöll Íslands
eigi síðar en 2. apríl 2008.