Leiðrétting: Fjöldi áskrifta sem felldar voru niður var 111 en ekki 104 og
fjöldi hluta Kaupþings eykst úr 1.979.776.867 í 1.980.100.660. 


Kaupþing banki hf. tilkynnti þann 19. mars 2008 að hann hefði ákveðið að
innheimta ekki þær áskriftir sem fengust í hlutafjárútboði Skipta hf. og að
fella niður þær áskriftir sem ekki væru greiddar fyrir kl. 4 síðdegis 26. mars
2008. 

Alls voru felldar niður 111 áskriftir, þar af 38 áskriftir þann 26. mars 2008.
Að teknu tilliti til þessa á Kaupþing banki hf. 1.980.100.660 hluti í Skiptum
hf., eða sem nemur 26,87% af heildarhlutafé Skipta hf.