2007


Rekstrartímabilið 1. janúar til 31. desember 2007

Stjórn Eglu hf. samþykkti í dag ársreikning félagsins fyrir síðastliðið
rekstrarár.  Þar kemur meðal annars fram eftirfarandi: 

4.354 milljóna króna hagnaður á rekstrarárinu

•  Hagnaður rekstrarársins var 4.354 milljónir króna og lækkaði um 12.680
   milljónir króna frá fyrra ári þegar hann var 17.034 milljónir króna. 

•  Gangisvirðisbreyting hlutabréfa var jákvæð um 8.306 milljónir króna en dróst
   saman um 3.325  milljónir króna frá fyrra ári. 
 
•  Reiknaður tekjuskattur ársins var 628,6 milljónir króna.

Efnahagur í árslok

Eignir félagsins hækkuðu um 37.540 milljónir króna frá byrjun árs til ársloka. 
Heildarskuldir Eglu hf. hækkuðu um 33.253 milljónir króna frá upphafi árs til
ársloka og eru 55.753 milljónir króna. 

Eigið fé hækkaði um 4.287 millljónir króna.  Breytingin skýrist annars vegar af
hagnaði ársins að upphæð um 4.354 milljónir króna og hins vegar af lækkun vegna
þýðingarmunar að upphæð 67.6 milljónir króna. 

Reikningsskilaaðferðir

Ársreikningur samstæðunnar er gerður í samræmi við alþjóðlega
reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið samþykktir af
Evrópusambandinu.  Þetta er fyrsta árið sem félagið færir reikningsskil sín í
samræmi við þær aðferðir.  Upptökudagur reikningsskilastaðlanna miðast við 1.
janúar 2006 og hafa því reikningsskil fyrir tímabilið 1. janúar - 31.desember
2006 verið færð samkvæmt stöðlunum til samanburðar. 

Áhrif IFRS á upphafsstöðu efnahagsreiknings 1.1.2006 eru eftirfarandi:

•  Eigið fé var 34.209.133 en verður 34.273.166

•  Heildarskuldir voru 20.062.566 en verða 19.998.532


Helstu áhrif IFRS á niðurstöðu reikningsskila ársins 2006 eru eftirfarandi:

•  Afkoma var 17.006.706 en verður 17.034.219

•  Reiknaður tekjuskattur var 7.346.173 en verður 7.340.133

Helstu áhrif IFRS  á niðurstöðu efnahagsreiknings í árslok 2006 eru
eftirfarandi: 

•  Heildareignir voru 75.143.494 en verða 75.123.397

•  Eigið fé var 52.531.509 en verður 52.623.059

•  Heildarskuldir voru 22.611.985 en verða 22.500.339


Rekstrarhorfur á yfirstandandi ári

Á yfirstandandi reikningsári hefur ástand á alþjóðlegum fjármálamörkuðum
einkennst af mikilli lausafjárkreppu með þeim afleiðingum að hlutabréf skráðra
félaga á Íslandi hafa lækkað mikið auk þess sem lán félagsins hafa hækkað með
veikingu krónunnar. Eiginfjárstaða Eglu hf. er sterk og er félagið vel í stakk
búið til að takast á við fjármálaumhverfið á yfirstandandi ári. 

 
Atburðir sem áttu sér stað að loknu rekstrartímabili

Markaðsverð skráðra félaga í eignasafni Eglu hf. hefur lækkað það sem af er
árinu 2008. Eignarhlutur félagsins í Kaupþingi hf. hefur lækkað um 11,4% og í
Alfesca um tæp 1,2% á árinu.  Á sama tímabili hefur gengi íslensku krónunnar
veikst um 26,1%. Þrátt fyrir þessar breytingar er eiginfjárstaða félagsins
sterk á áritunardegi ársreikningssins. 


Aðalfundur og tillögur um arð

Aðalfundur félagsins var haldinn 28. mars 2008.  Ekki var tekin ákvörðun um
úthlutun arðs til hluthafa á árinu 2008.

Attachments

egla frettatilkynning.pdf egla hf  arsreikningur 2007.pdf