-2007


Fréttatilkynning um afkomu RARIK ohf á tímabilinu                               
1. janúar til 31. desember 2007                                                 



Afkoma félagsins:                                                               

Samkvæmt rekstrarreikningi samstæðunnar voru rekstrartekjur félagsins 7.436     
milljónir kr á árinu 2007.                                                      
Rekstrartekjur RARIK ohf. frá 1. ágúst til ársloka 2006 námu 2.838 milljónum kr.
Tap félagsins á árinu var 191 milljón kr.  Tap RARIK ohf. frá stofnun 1. ágúst  
til ársloka 2006  nam 381 milljónum kr.                                         

Samkvæmt efnahagsreikningi 31. desember 2007 námu heildareignir 26.442          
milljónum. Heildarskuldir voru 11.706 milljónir og eigið fé 14.737  milljónir.  
Eiginfjárhlutfall er 55,7 %  í árslok 2007. Í ársbyrjun var þetta hlutfall      
61.6%.                                                                          

Reikningsskilaaðferðir:                                                         

Ársreikningur RARIK ohf er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla 
(IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og er þetta í     
fyrsta sinn sem félagið gerir reikningsskil sín með þeim hætti.  Þann 1. ágúst  
2006 var stofnað hlutafélag um rekstur Rafmagnsveitna ríkisins.  Við þau tímamót
voru eignir Rafmagnsveitnanna sem ganga áttu inn í hið nýja hlutafélag          
endurmetnar með tilliti til þess að ársreikningur fyrir 2007 yrði gerður í      
samræmi við alþjóðlega staðla.  Heildaráhrif breyttra reglna eru því óverulegar 
eða 0,4 milljónir króna til lækkunar á eigin fé í ársbyrjun og hagnað ársins    
2006.  Samstæðureikningur fyrirtækisins tekur, auk móðurfélagsins til           
dótturfélagsins Orkusölunnar ehf.                                               

Dótturfélög:                                                                    

Félagið gerði á árinu samning um kaup á 28% af hlutafé Orkusölunnar ehf.  Fyrir 
átti félagið 36% í félaginu. Rekstur Orkusölunnar ehf varð hluti af             
RARIK-samstæðunni frá og með 1. janúar 2007.  Samhliða því var hlutafé          
Orkusölunnar ehf aukið með framlagningu hlutafjár í formi virkjana.  Við það    
jókst eignarhlutur RARIK ohf í Orkusölunni ehf í 99,8% (1.915,6 milljónir).     

Eignarhlutur í Sunnlenskri orku er 90% (72 milljónir), en Eignarhaldsfélag      
Hveragerðis og Ölfuss á 10%.                                                    

Eignarhlutur í öðrum félögum:                                                   

Eignarhlutur RARIK í öðrum félögum er samtals rúmar 1.276,4 milljónir kr.  Þar  
af er hlutur í Landsneti hf  kr 1.122,5 milljónir sem er 22,51% eignarhlutur    

Framtíðarhorfur:                                                                

Áætlanir fyrir yfirstandandi ár gera ráð fyrir hagnaði af rekstri félagsins, en 
breyttar ytri aðstæður geta haft veruleg áhrif á afkomu ársins.                 

Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri í síma 528 9000.

Attachments

rarik ohf -- arsreikningur 2007.pdf lykiltolur ur rekstri rarik 311207.xls